Hugleiðingar veðurfræðings
Norðlæg átt í dag og svalt veður fyrir norðan með rigningu eða súld, en sunnan heiða er víða bjart með köflum og hiti upp í 18 stig. Útlit er þó fyrir skýjað veður og vætu austur af Öræfum og líkur á stöku síðdegisskúr á Suðurlandi. Á morgun, sjómannadag, stefnir í hægan vind víðast hvar og dregur úr vætunni um allt land. Úrkomulítið eftir hádegi, en áfram útlit fyrir stöku síðdegisskúr á Suðurlandi. Það byrjar að rigna suðvestantil seint annað kvöld, en framundan er vætusöm vika um sunnanvert landið.
Veðuryfirlit
300 km SV af Færeyjum er allvíðáttumikil 982 mb lægð sem fer NA og grynnist heldur.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 3-10 m/s og víða rigning eða súld um landið norðan- og austanvert, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku síðdegisskúr syðst. Þykknar upp með lítilsháttar vætu suðvestanlands undir kvöld. Hiti 5 til 10 stig fyrir norðan, en upp í 18 stig sunnantil að deginum. Breytileg átt 3-8 m/s á morgun og úrkomulítið eftir hádegi. Byrjar að rigna suðvestantil seint annað kvöld. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en þykknar upp seinnipartinn. Hiti 10 til 16 stig. Skýjað með köflum á morgun og rigning seint annað kvöld. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og rigning, en skýjað og að mestu þurrt norðaustantil. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning eða skúrir. Úrkomulítið fyrir norðan og léttir til þar seinnipartinn. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg átt, skýjað með köflum og smáskúrir um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á föstudag (lýðveldisdagurinn):
Útlit fyrir austlæga átt með rigningu.