Landsréttur hefur dæmdt mann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu en þau höfðu slitið samvistum. Maðurinn nauðgaði henni þegar hún kom á heimili hans til að sækja föt á barn þeirra.
Maðurinn er alls með fjóra dóma á sakaskrá sinni fyrir nauðganir, hann var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri.
Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík, með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við fyrrum sambúðarkonu sína og barnsmóður, án hennar samþykkis, en ákærði stakk fingri inn í leggöng hennar, henti henni á rúm þannig að hún lenti á maganum, girti niður um hana, reif í hár hennar og hafði við hana samræði þar til hann fékk sáðlát, en af þessu hlaut konan þreifieymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan aftur, tveimur árum síðar. Þá var hann enn á ný dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun.
Málsatvikalýsing í dómsskjölum eru eftirfarandi:
Lögreglu barst þriðjudaginn 15. október 2019, kl. 14:59, tilkynning um að brotaþoli væri á Neyðarmóttöku Landspítalans og fram hefði komið hjá henni að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrr um daginn. Rannsóknarlögreglumaður ræddi við brotaþola á Neyðarmóttöku eftir að hafa brýnt fyrir henni vitnaskyldu og -ábyrgð.
Kvaðst hún hafa verið í sambúð með ákærða sem þau hefðu slitið um einum og hálfum mánuði áður og ættu þau saman dóttur sem væri um […]mánaða gömul. Hún og ákærði hefðu fyrr um daginn rætt saman á Snapchat sem fyrst hefðu verið eðlileg samskipti en hann síðan beðið hana að senda honum mynd af sér. Það hafi hún gert og hann sagt að hún liti vel út á myndinni og hann spurt hana hvort hún vildi komameð honum á rúntinn. Hún hefði þá sagt honum að hún þyrfti að koma til hans til að ná í föt af dóttur þeirra sem hefðu orðið eftir þegar hún var hjá honum.
Brotaþoli kvaðst síðan hafa farið til ákærða og tekið með mat fyrir þau bæði. Ákærði hefði verið írúminu á nærbuxunum þegar hún kom. Hún hafi sest á rúmstokkinn hjá honum og hann þá togað hana niður og byrjað að kyssa hana. Kvaðst hún þá hafa sagt honum að hún vildi þetta ekki og að þetta væri óeðlilegt þar sem þau væru ekki lengur saman en hann þá sagt „hvað er þetta, við getum nú alveg leikið samt“. Hann hefði síðan byrjað að káfa á henni og m.a. sett fingur í leggöng hennar. Hún hefði náð að standa upp en hann þá dregið niður buxurnar hennar og fleygt henni á rúmið þar sem hún hafi þá legið á maganum. Ákærði hefði síðan rifið í hár hennar og haft samfarir við hana um leggöng.
Kvaðst hún hafa sagt nei við hann í nokkur skipti þangað til hún gafst upp og lét þetta yfir sig ganga. Hann hefði fengið sáðlát í leggöng hennar. Sagði brotaþoli að ákærða hefði ekki átt að geta dulist að hún var á móti þessu. Hún hefði síðan staðið upp og farið á salernið þar sem hún hefði byrjað að gráta. Síðan hafi hún farið fram og náð í buxurnar sínar og þá sagt við ákærða að hann vissi vel að hún væri algjörlega á móti þessu.
Ákærði hefði þá svarað: „Já ég veit það“, og byrjað að gráta. Hún hefði síðan farið en ákærði sent henni skilaboð á Snapchat og spurt m.a. hvort hún ætlaði að kæra hann, en hún ekki svarað honum. Einnig hefði hann beðið hana um að segja engum þetta. Kvaðst hún hafa búið við andlegt ofbeldi af hálfu ákærða þegar þau bjuggu saman og hann ítrekað haldið fram hjá henni. Hún hefði um tíu vikum fyrr […]og þá m.a. legið á gjörgæsludeild og á meðan hafi ákærði haldið fram hjá henni.
Ákærði var handtekinn að kvöldi 15. október og var þá framkvæmd réttarlæknisfræðileg skoðun á honum. Þá var vettvangur einnig rannsakaður og m.a. haldlagðir munir til frekari rannsóknar.
Skýrsla var tekin af brotaþola á ný 22. október 2019. Lýsti hún þá atvikum eins og 15. október. Einnig kom fram hjá henni að hún hefði setið á rúminu og beðið ákærða um að ná í dót sem dóttir þeirra ætti og hún hafði komið til að sækja. Ákærði hafi þá verið undir sæng og viti hún ekki hvort hann var klæddur í einhver föt. Sjálf hafi hún verið í hettupeysu, hlaupabuxum, nærbuxum og strigaskóm en ekki í brjóstahaldara. Hann hafi þá gripið um mjaðmir hennar, togað hana niður og byrjað að kyssa hana en hún þá ýtt honum frá sér, sagt honum að hætta og sest aftur upp.
Ákærði hafi þá togað hana niður aftur, káfað á milli fóta hennar og farið síðan inn á hana með puttana og hafi hún þá legið á bakinu. Hún hefði sagt honum að hætta, þau væru ekki lengur saman og hafi ákærði þá sagt að það þýddi ekki að þau gætu ekki leikið sér. Hafi hún sagt honum að hún vildi þetta ekki, sett fæturna saman og sagt honum að hætta. Hún hafi síðan aftur ýtt honum frá sér og staðið upp. Hann hefði þá fært sig á brúnina á rúminu, farið að káfa á henni að ofan, girt niður um hana og hent henni á rúmið þannig að hún datt á magann. Þá hefði ákærði rifið fast í hár hennar þannig að hún hafi verið með fettu á bakinu og haft við hana samfarir. Kvaðst hún hafa frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera en spurt hann hvað hann væri að gera.
Kvaðst hún oft hafa sagt honum að hætta og hann áttað vita að hún vildi þetta ekki. Einnig hefði hún sagt við hann að henni fyndist þetta vont. Þegar ákærði hafði við hana samræði hafi hún legið á maganum og hann einhvern veginn lyft mjöðmum hennar og rifið í hár hennar. Hún hafi ekki legið flöt heldur verið á lærunum og með höndina „svona niðri svona til þess að þetta sé ekki vont“. Hún væri mjög hársár og hefði því lyft sér upp þegar hann reif í hár hennar. Ákærði hafi þá verið fyrir aftan hana, á gólfinu, og haft samræði við hana aftan frá. Eftir þetta hefði hún farið á salernið og þar inni farið að hágráta og hún í raun ekki verið viss um hvað gerðist og hvernig hún ætti að vera.
Eftir að hún klæddi sig hafi hún spurt ákærða „hvað væri að frétta“. Hann hafi þá sagt „hvað“ og hún sagt við hann að hún hefði ekki samþykkt þetta og að þetta væri misnotkun. Ákærði hefði þá brotnað og byrjað að gráta og sagt „já ég veit“ og samsinnt því að þetta væri misnotkun. Ákærði hefði síðan látið hana hafa pollabuxur sem dóttir þeirra eigi en þurft að fara upp á þriðju hæð hússins til að ná í annað dót en hún farið út á meðan. Ákærði hafi þá kallað á eftir henni, einnig hafi hann hringt í hana um leið og hún var farin og sent henni skilaboð á Facebook til að biðjast afsökunar á því sem gerðist og sagt „vonandi hafi það ekki ollið neinu illu“. Þá hafi hann einnig sent henni skilaboð á Snapchat og spurt hvort hún ætli að kæra hann.
Eftir þetta hafi hún farið út og sótt systur sína og kærasta hennar en þá brotnað niður og sagt þeim að ákærði hefði brotið gegn sér. Í kjölfar þess hafi hún leitað á Neyðarmóttöku. Brotaþola var kynntur framburður ákærða hjá lögreglu. Sagði hún rangt hjá ákærða að hún hefði beðið hann um að putta sig og að hún hefði farið sjálfviljug upp í rúmið eftir að ákærði klæddi hana úr buxum og nærbuxum og lagst þar á fjóra fætur. Samþykki hennar hafi ekki legið fyrir. Þá sagði hún ákærða hafa klætt hana úr buxunum eftir að hann henti henni á rúmið. Einnig sagði hún það rangt hjá ákærða að hún hefði tekið þátt í kynmökum með honum og að hún hefði aldrei beðið hann um að hætta, það hefði hún nokkrum sinnum gert.
Hvað varðar þann framburð ákærða að brotaþoli hafi orðið fúl þegar hann hafi, eftir samræðið, sagt að hann vildi ekki byrja með henni aftur kvaðst hún ekki hafa sagt að hún vildi byrja með honum aftur heldur að þau væru ekki saman. Þá sagði hún ákærða ekki, eftir að þetta gerðist, hafa verið að reyna að tala við hana um barnið heldur það sem hún var að saka hann um. Hann vildi vera viss um að hún mundi ekki kæra hann og bað hana um að halda þessu á milli þeirra. Þá var hún búin að segja við hann að hann hefði nauðgað henni og var ákærði að vísa til þess.
Hún kvaðst meira að segja hafa spurt hann hvort þetta væri það sem hefði gerst í hinum málunum og hafi hann þá hikað en síðan sagt „nei, nei, nei,alls ekki“ og síðan sagt að hann vissi ekki hvað gerðist. Með því að vera að reyna að ná í hana eftir þetta hefði hann verið að reyna að koma í veg fyrir að hún segði frá. Skilaboðin frá ákærða þar sem hann baðst afsökunar og kvaðst vona að þetta hafi ekki valdið neinu slæmu snúist um þessa nauðgun.
Kvaðst brotaþola hafa liðið illa eftir þetta. Hún eigi erfitt með að sofa og kasti upp þegar hún hugsi um þetta og finnist vont að pissa. Þá hefði hún verið með miklar sjálfsvígshugsanir og sé að leita sér sálfræðiaðstoðar.Brotaþoli leitaði á Neyðarmóttöku skömmu eftir meint brot liggur fyrir móttökuskýrsla hjúkrunarfræðings um komu brotaþola og er þar m.a. skráð frásögn hennar. Samkvæmt henni kom brotaþoli kl. 14:00 á Neyðarmóttökuna. Þá kemur þar fram að brotaþoli hafi verið grátbólgin um augun og grátið þegar hún lýsti atvikum. Hún skalf á höndunum og var mikið að fikta í nöglunum á sér en gaf góða og skýra sögu um allt sem gerðist.
Hefði skoðun hennar gengið vel en hún verið verkjuð þegar kvenskoðun var gerð. Í gögnum frá Neyðarmóttöku er einnig að finna skýrslu læknis um skoðun brotaþola. Kemur þar fram að hún hafi verið með þreifieymsli aftan á höfði í hársverði, meira vinstra megin. Telji læknirinn að þetta komi heim og saman við að ákærði hafi togað í hárhennar á meðan samfarir áttu sér stað. Þá hefði brotaþoli verið með grunn sár efst vinstra megin á „labia minor“ sem hafi sést við skoðun á ytri kynfærum og hafi brotaþoli verið með mikil eymsli þar við skoðun. Þá liggur fyrir skýrsla tæknideildar vegna rannsóknar á gögnum sem aflað var við skoðun brotaþola á neyðarmóttöku, skoðun ákærða, rannsókn á vettvangi og á munum sem þar voru haldlagðir. Á pappísdúk sem brotaþoli stóð á við skoðun fundust fjögur hár, eitt langt og þrjú styttri. Við rannsókn á höfuðhárum frá brotaþola sem safnað var með greiðu kom í ljós að af sjö hárum voru þrjú með sjáanlegri rót á „anagen-stigi“ hárvaxtar sem bendi til þess að þau hafi verið rifin úr hársverði. Þá reyndist útlit háranna vera samskonar og langa hárið sem fannst á dúknum.
Einnig liggur fyrir upplýsingaskýrsla lögreglu um Facebook-samskipti ákærða og brotaþola. Kemur þar fram að ákærði sendi henni eftirfarandi skilaboð sama dag og atvik gerðust, kl. 16:51: Afyrirgefðu með allt sem gerðist aðan egvona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu :(((Fyrir liggur vottorð Bsálfræðings, dagsett 5. desember 2019, vegna brotaþola. Þar kemur fram að brotaþoli hafði þá komið í átta viðtöl hjá henni síðan 19. september sama ár og væri enn í meðferð hjá henni. Fyrir þann tíma hefði brotaþoli verið byrjuð í þjónustu hjá […]og lokið þjónustu hjá áfallateymi Landspítala.
Þann 17. október hafi brotaþoli upplýst um meint kynferðisofbeldi ákærða og hún fimm sinnum komið til viðtals frá því atvik gerðust. Í viðtölunum hafi henni verið veittur sálrænn stuðningur og byrjað var að meta afleiðingar meints brots. Eftir það hefði sjálfsvígshætta brotaþola aukist og komið fram sjálfsvígshugsanir sem m.a. tengdust því að takast á við afleiðingar meints kynferðisbrots. Samsvari einkenni brotaþola í kjölfar áfallsins einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, stórslys, nauðgun eða hamfarir. Segir í vottorðinu að brotaþoli hafi virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér og komst í sýnilegt tilfinningalegt uppnám þegar hún ræddi meint kynferðisbrot og afleiðingar þess. Þá hefðu niðurstöður sjálfsmatskvarða samsvarað vel frásögnum brotaþola.
Svör brotaþola við lista sem mældi áfallastreitueinkenni voru nokkuð há og þörf á að kanna þau einkenni nánar. Einnig liggur fyrir vottorð Csálfræðings, dagsett 26. nóvember 2019. Kemur þar fram að brotaþola var vísað til hennar í kjölfar meints brots og ræddi hún fjórum sinnum við brotaþola, síðast 11. nóvember 2019, og var henni veittur sálrænn stuðningur og áfallahjálp. Segir í vottorðinu að sálræn einkenni brotaþola í kjölfar brotsins samsvari einkennum sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Þá hefði hún ávallt verið hreinskilin og trúverðug. Viðtölunum lauk vegna leyfis sálfræðings og voru þá engar skýrar vísbendingar komnar fram um að eðlilegt bataferli væri hafið og meðferðarþarfir til frambúðar höfðu ekki verið greindar.
Skýrsla var tekin af ákærða 16. október 2019. Hann neitaði sök og kvaðst hafa verið í sambúð með brotaþola sem þauhefðu nýverið slitið og eiga með henni barn. Hann sagði brotaþola hafa ætlað að koma til hans til að ná í barnaföt. Hún hafi tekið með sér mat sem hún borðaði eftir að hún kom. Þau hefðu spjallað saman, hann kysst hana og hún hann á móti. Síðan hafi hann klætt hana út fötunum, hún lagst á rúmið og þau sofið saman. Eftir það hefðu þau talað eitthvað saman og hún síðan farið. Nánar spurður kvaðst hann hafa sett hönd inn undir nærbuxurnar hennar.
Síðan hafi hann klætt brotaþola úr buxunum og nærbuxunum þar sem hún stóð á gólfinu en hann sat á rúminu og hún síðan farið á fjóra fætur á rúmið. Það hefði hún tekið upp hjá sjálfri sér en hann ekki beðið hana um það og þau ekkert rætt það hvernig þau ætluðu að stunda kynlíf. Hann hefði síðan sett lim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir og hann þá staðið á gólfinu. Hann viti ekki hve lengi þetta stóð en giski á tvær, fjórar mínútur. Þau hefðu ekki notað smokk og hann fengið sáðlát inn í brotaþola. Eftir þetta hefði brotaþoli spurt hann út í það sem gerðist og hvort hann vildi bara sofa hjá henni eða hvort hann vildi láta reyna á sambandið aftur. Hann hafi þá sagt við brotaþola að hann treysti sér ekki til þess og hafi hún tekið því illa.
Hún hafi beðið hann um að ná í dót sem dóttir þeirra eigi, sem hann hafi gert, og hún síðan farið. Hann sagði brotaþola aldrei hafa streist neitt á móti og ekki sagt neitt allan tímann. Brotaþoli hefði leyft sér að klæða hana úr buxunum en hún hafi einnig verið í svartri hettupeysu allan tímann. Þá kvaðst hann hafa sett hendurnar niður í nærbuxurnar hennar þegar hann kyssti hana og þá farið inn í leggöng hennar. Þetta hefði hann gert af því að brotaþoli bað hann um að putta sig. Brotaþoli hefði ekkert sagt meðan á þessu stóð en stunið. Þau hafi bæði verið liggjandi þegar þetta gerðist en brotaþoli staðið upp eftir þetta og hann þá klætt hana úr að neðan.
Brotaþoli hefði verið pirruð þegar hún fór og skellt hurðinni á eftir sér en hann ekki tekið eftir því hvort hún hefði grátið. Kvaðst hann telja að brotaþoli hafi verið samþykk því að stunda kynlíf með honum. Benti hann á að hún hefði tekið á móti kossunum, beðið hann um að putta sig og farið sjálfviljug á fjórar fætur. Þá hefði hún væntanlega reynt að toga buxurnar aftur upp hefði hún ekki viljað þetta og eitthvað barist ámóti. Hún hafi aldrei sagt að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum og aldrei sagt honum að hætta á meðan á þessu stóð og ekki reynt að komast í burtu.
Ákærði kvaðst hafa reynt að hringja í brotaþola eftir þetta þar sem hún hafi, þegar hún fór, sagt að hann myndi aldrei fá að sjá dóttur sína aftur. Hafi hann ítrekað reynt að hringja í hana og sent henni skilaboð á Snapchat en hún eytt honum út þar og á Facebook. Kvaðst hann ekki muna hvaða skilaboð hann sendi henni þar sem skammtímaminni hans sé lélegt en telja að það hafi varðað barnið.
Ákærða voru kynnt framangreind skilaboð er hann sendi brotaþola í gegnum Facebook og staðfesti hann að hafa sent þau. Spurður hvað hann hafi verið að tala um sagði ákærði að honum hafi fundist hann þurfa að biðjast fyrirgefningar vegna einhvers en geti ekki útskýrt um hvað þessi skilaboð snúast. Þá var ákærða kynntur sá framburður brotaþola að hann hefði sent henni skilaboðá Snapchat og spurt hana hvort hún ætlaði að kæra hann. Staðfesti ákærði að hafa sent þau skilaboð og sagði brotaþola hafa talað eitthvað um það að hún ætlaði að kæra en viti ekki hvað.
Síðan sagði ákærði: „… þegar þú segir þetta þá eftir samfarir þá segir hún að hún hafi einhvern veginn á einhvern hátt neitað þessu og sagt að þetta væri nauðgun.“ Þetta hafi brotaþoli sagt eftir kynmökin þegar þau voru að tala saman. Kvaðst ákærði ekki hafa munað eftir þessum skilaboðum fyrr en hann var spurður um þau og hafi því ekki greint frá þeim fyrr. Þá hafnaði ákærði því að hafa viðurkennt við brotaþola eftir atvikið að hann hefði nauðgað henni og að hafa í kjölfar þess farið að gráta. Við rannsókn málsins voru teknar skýrslur af vitnunum D, E, Fog Gen ekki er ástæða til að rekja efni þeirra.
Niðurstaða Landsréttar:
Ákæruatriðum, atvikum máls og framburði ákærða og vitna er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti voru spilaðar hljóð-og myndupptökur af framburði ákærða og brotaþola í héraði. Þá kom ákærði fyrir dóm til viðbótarskýrslugjafar.
Ekki verður fallist á það með héraðsdómi að framburður skyldmenna brotaþola um líðan hennar í kjölfar atburða sem ákært er fyrir hafi sama vægi og framburður annarra vitna í málinu, sbr. 126. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá athugast að samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag alfarið á ákæruvaldinu. Hvílir því ekki á ákærða að sanna að brotaþoli hafi veitt samþykki fyrir kynmökum.
Framburði ákærða og brotaþola í héraði um kynmökin sem ákært er fyrir er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Ákærða og brotaþola bar saman um að tilefni þess að þau hittust umræddan dag var að brotaþoli hugðist sækja föt af dóttur þeirra til ákærða. Ákærði kvaðst ekki muna hvort eitthvert kynferðislegt tal hefði átt sér stað á milli þeirra fyrir heimsóknina en brotaþoli kvað hann hafa beðið um mynd „af henni allri“ sem hún hafi að einhverju leyti skilið sem kynferðislega tilburði, en vísað á bug.
Ákærði hefur gengist við því að umrætt sinn hafi hann hafi stungið fingri í leggöng brotaþola, girt niður um hana og haft við hana samræði þar til hann fékk sáðlát. Hann hefur aftur á móti lýst því að hún hafi verið samþykk kynmökunum, auk þess sem hann hefur neitað því að hafa hent henni á rúmið og rifið í hár hennar. Hefur framburður hans að þessu leyti verið stöðugur undir meðferð málsins.
Framburður brotaþolahjá lögreglu og fyrir dómi hefurá hinn bóginn einnig verið stöðugur um að kynmökin hafi verið gegn vilja hennar og að hún hafi ítrekað tjáð ákærða það, án þess að hann hafi virt það.Brotaþoli leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis í kjölfar kynmakanna og reyndist vera með þreifieymsli í hársverði, auk þess sem hún var með sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola, sem viðkomandi læknir staðfesti fyrir héraðsdómi, kemur einnig fram að brotaþoli hafi greint frá atvikum með þeim hætti sem að framan greinir og að hún hafi grátið og skolfið við komuna á spítalann.
Framburður annarra vitna um ástand brotaþola umræddan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. Þá liggur fyrir í málinu afrit af svofelldum textaskilaboðum sem ákærði sendi brotaþola eftir að hún fór frá honum: „[A] fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu :(((“ Fyrir héraðsdómi gekkst ákærði við því að hafa sent þessi skilaboð en kvað þau skýrast af því að brotaþoli hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðster hann hefði sagst ekki vilja taka upp samband með henni á ný. Hann hefði með skilaboðunum viljað „fyrirbyggja illindi varðandi þetta“. Í ljósi efnis skilaboðanna og þeirra gagna sem að framan eru rakin um ástand brotaþola eftir heimsóknina til ákærða verður þessi skýring hans metin ótrúverðug. Framburður brotaþola í málinu verður aftur á móti metinn trúverðugur. Að öllu framangreindu virtu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu brots hans til refsiákvæðis.
Ekki verður fallist á það með héraðsdómi að þeir rúmu sex mánuðir sem liðu frá því að lögreglurannsókn lauk þar til ákæra var gefin út hafi áhrif á refsiákvörðun í málinu. Með dómi Landsréttar 1. febrúar 2019 í máli nr. 363/2018 var ákærði dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eldri 20 mánaða skilorðsbundinn dómur vegna tveggja kynferðisbrota var tekinn upp og dæmdur með því máli og ákærða gerð refsing í þrjú ár og sex mánuði, sbr. 60 gr. almennra hegningarlaga. Þá athugast að atvik í dómi Hæstaréttar 16. febrúar 2021 í máli nr. 624/2011 eru ólík atvikum í máli þessu.
Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fjögur ár og sex mánuðir.
Við aðalmeðferð íLandsrétti breytti brotaþoli kröfugerð sinni í málinu hvað varðar upphafstíma dráttarvaxta. Með vísan til þess en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður niðurstaða hans um bótakröfu brotaþola staðfest á þann hátt sem nánar greinirí dómsorði.
Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði verða staðfest. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun skipaðsréttargæslumannsbrotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.
D ó m s o r ð : Ákærði sæti fangelsi í fjögur ár og sex mánuði. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um einkaréttarkröfu brotaþola, A, skal vera óraskað að öðru leyti en því að dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu reiknast frá 24. apríl 2021 til greiðsludags. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði skuli vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 1.867.564 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1.255.500 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 558.000 krónur.