Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fjölmörgum borgurum þessa helgina eins og svo margar aðrar. Hér eru nokkrar færslur úr dagbók lögreglu:
- Bifreið var veitt athygli við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni. Ökumaður bifreiðarinnar komst undan lögreglu og fannst bifreiðin mannlaus og í lausagangi skammt frá. Vegfarandi benti lögreglumönnum á vettvangi að aðili hafi hlaupið inni í garð skammt frá og komst undan lögreglu.
- Tilkynnt um leigubílstjóra í vandræðum með viðskiptarvin.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ölvunar/annarlegs ástands.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna aðila sem hafði fallið og var með áverka á höfði, aðilinn fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
- Lögreglumenn við hefðbundið umferðareftirlit stöðvuðu bifreið í hverfi 101. Bifreiðin reyndist vera með fjögur nagladekk og var ökumaður bifreiðarinnar sektaður. Vettvangsskýrsla rituð á málið.
- Tilkynnt um ölvuð ungmenni í hverfi 105.
- Tilkynnt um ungmenni sem voru að kasta grjóti í rúðu á húsnæði tilkynnanda. Ungmennin óku framhjá húsnæðinu á rafskútu og sagði tilkynnandi þetta gerast ítrekað. Engan að sjá þegar lögreglu bar að.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 109.
- Tilkynnt um íkveikju í hverfi 110.
- Tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 111, minniháttar eignartjón og engin slys á fólki. Ökumönnum afhent tjónaform sem þeir fylltu út sjálfir á vettvangi.
- Stöð 2 – Hafnarfjörður Garðabær
- Skráningarmerki fjarlægð af bifreið vegna endurskoðunar.
- Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 210 og geranda haldið á vettvangi.
- Stöð 4 – Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Ökumaður stöðvaður í akstri, grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist einnig vera sviptur ökuréttinda. Handtekinn og í hefðbundið ferli hjá lögreglu.
- Tilkynnt um nágrannaerjur í hverfi 110.
- Tilkynnt um eld í iðnaðarhúsnæði í hverfi 116. Sjúkralið boðað á vettvang ásamt lögreglu.
- Þó nokkuð var um aðstoð vegna veikinda, hávaðakvartanir og tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi sem lögregla sinnti.
Umræða