Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2018 var 239,8 milljarðar króna sem er 21,7% meira en árið 2017. Flutt voru út tæplega 671 þúsund tonn af sjávarafurðum sem er 61 þúsund tonni meira en árið áður.
Frystar sjávarafurðir voru 46,7% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 24,9% og mjöl/lýsi um 14,3%. Af einstökum tegundum var verðmæti ísaðra þorskafurða mest eða tæpir 39,4 milljarðar króna og næst var verðmæti frysts þorsks um 35,3 milljarðar króna. Mest útflutningsverðmæti fengust vegna sölu til Bretlands 15,3% af heildarútflutningsverðmætinu og næst mest til Frakklands 11,3%, þar eftir koma Spánn, Noregur og Bandaríkin með rétt undir 10% hvert, sem eru álíka hlutföll og fyrir árið 2017.
Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða, var tæplega 240 milljarðar árið 2018 sem er 22% aukning frá fyrra ári. Á föstu verðlagi jókst útflutningsframleiðsla um 24% miðað við árið 2017. Skv. upplýsingum Hagstofunnar.