Tilkynnt um menn í handalögmálum og annar með hníf á lofti í austurbænum, hnífamaðurinn var afvopnaður og báðir voru færðir í fangageymslur og er málið í rannsókn.
Þá var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á kaf í ruslagámi við tjaldsvæði í austurbænum og einnig tilkynnt um aðila að reyna að kaupa út vörur með stolnu korti í sama hverfi.
Í Kópavogi var tilkynnt um umferðaróhapp en ökumaðurinn reyndi að komast undan á hlaupum og var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá var farþegi í Strætó var við notaða sprautunál í strætisvagni, á leið 1, og var lögreglu falið að annast um málið. Þetta er brot af því helsta sem hefur komið til kasta lögreglu.