-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Tíu prósent þjóðarinnar nota ekki bílbelti

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 Um 10% þjóðarinnar, eða um 35 þúsund Íslendingar, nota ekki bílbelti að staðaldri en þetta kom fram í viðtali við sérfræðing á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu í morgunþætti á Rás 2. Fram kom einnig að um tveir þriðju þeirra sem létust í bílslysum í fyrra voru ekki í bílbeltum.
Þá hafi orðið alvarleg slys þegar fólk hafi ekið um stuttan veg á fimmtíu kílómetra hraða án beltis. Ekki sé ekki síður mikilvægt að nota bílbeltið í aftursæti. Sérfræðingurinn slær á fullyrðingar um að fólk kunni að vera öruggara í bíl án beltis og segir þær stangast á við allar rannsóknir. Þær leiða það allar í ljós að þú ert aldrei öruggari án öryggisbeltis.
„Það skiptir engu máli hvar þú ert í bílnum. Höggþunginn verður alls staðar sá sami inni í bílnum og hættan er alveg sú sama, hvort sem þú situr frammi í eða aftur í. Fyrir utan þetta mikilvæga atriði sem við erum alltaf að reyna að gera fólki grein fyrir. Höggþunginn er svo ofboðslegur. Líkamsþyngd manns tugfaldast við árekstur eða bílveltu. Menn geta orðið eins og afríkufíll við svona aðstæður. Þá ertu ekki bara að skaða sjálfan þig heldur líka þá sem samviskusamlega settu á sig belti. Það eru aldrei þær aðstæður að það sé betra að vera án beltis,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu samkvæmt samantekt Fíb um málið.

80% barna voru laus í bifreiðum fyrir 34 árum – nú eru þau 1%

https://frettatiminn.is/20-born-voru-alveg-laus-i-bilum/