Helstu tíðindi frá lögreglu 10. júlí kl. 17:00 til 11. júlí kl. 05:00. Alls eru bókuð 66 mál á tímabilinu og þar eru þessi mál, að viðbættri ýmissi aðstoð við borgarana, helst:
Lögreglustöð 1
- Óskað aðstoðar vegna eignaspjalla í hverfi 170. Skemmdarvargurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, en hann var í mjög annarlegu ástandi.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna í hverfi 101, en sá blés 1,94‰ í áfengismæli sem er mjög hátt. Þá kom í ljós að ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður sektaður fyrir að aka gegn einstefnu og fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis í hverfi 210.
Lögreglustöð 3
- Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 109, en þar hafði bifreið verið bakkað á vegfaranda á rafmagnskútu. Einn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild LSH til aðhlynningar, en áverkar hans voru minniháttar.
- Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í 111, en þar hafði orðið árekstur bifreiðar og vespu. Tveir aðilar voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild LSH til aðhlynningar.
- Tilkynnt um slagsmál í hverfi 200. Slágsmálin voru yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang.
Lögreglustöð 4
- Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 116, en þar hafði orðið árekstur tveggja bifreiða. Önnur varð óökufær og var því fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og vörslu fíkniefna í hverfi 270. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýna- og vettvangsskýrslutöku.
- Óskað aðstoðar vegna líkamsárásar og eignaspjalla í hverfi 270. Árásaraðilinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Umræða