Lögreglan á Austurlandi birti í dag nöfn þeirra sem létust í flugslysi á Austurlandi á sunnudag. Þau voru við hreindýratalningar fyrir Náttúrustofu Austurlands þegar slysið varð.
Hin látnu eru Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur, fædd 1982; Kristján Orri Magnússon flugmaður, fæddur 1982; og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur, fæddur 1954.
Minningarstund um hin látnu var haldin í Egilsstaðakirkju klukkan sex í dag. Prestar veita sálrænan stuðning, fulltrúar úr viðbragðshópi Rauða kross Íslands verða á staðnum og kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem létust.
Umræða