Ríflega 150% verðmunur?

Íslensk skip eru að landa makríl þessa dagana í Færeyjum m.a. Margrét EA sjá neðangreinda frétt. Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða verði var gert upp við Margréti EA en hitt veit ég að verðið fyrir hvert kg af makríl nú í Færeyjum er frá tæplega 270 kr/kg ísl. til ríflega 290 kr/kg., allt eftir stærð fisksins og átu í aflanum.
Mér skilst að það sé nú gert upp við áhafnir íslenskra skipa á í kringum 100 kr/kg í uppgjöri íslenskra fyrirtækja með sammþætta vinnslu og veiðar.
Veiðigjöldin eru enn sem komið greidd í samræmi við það heimatilbúna tombóluverð.
Ekki er ég viss um að þessar upplýsingar hafi nokkur áhrif handbendin í minnihlutanum á þingi þar sem hann hefur allur sem einn hingað til snúið út úr borðleggjandi staðreyndum.
Það ætti að vera lítið mál fyrir fjölmiðla að fara yfir málið með nokkrum símtölum og fá staðfestingu á óeðlilegum verðmun.
Ef málið er í pottinn búið einsog það lítur út þá ætti það að vera forgangsmál að leiðrétta það sérstaklega fyrir sjómenn, sjávarútvegssveitarfélögin og þingmenn sem hafa þjóðarhag að leiðarljósi.