2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Fjársvik og peningaþvætti – Fraud and money laundering

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði miðar vel, en talið er að hópur brotamanna hafi verið þar að verki. Framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir í þágu rannsóknarinnar, en lögregla ætlar að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða.
Lögreglan

Sakborningar virðast hafa komið til landsins í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki og virðast hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sat í gæsluvarðhaldi í tæplega hálfan mánuði vegna rannsóknarhagsmuna en viðkomandi er nú laus úr haldi lögreglu.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að settar voru upp svokallaðar skuggasíður í nafni Landsbankans, sem grunlausir viðskiptavinir fóru inn á í gegnum Google vafrann, og á meðan viðskiptavinirnir töldu sig vera að tengjast heimabanka sínum voru fjármunirnir millifærðir af reikningi þeirra í rauntíma.

Í ljósi þessa er mjög mikilvægt að fólk hafi ávallt hugfast að tengjast heimabönkum beint en ekki í gegnum Google vafrann. Einnig að kynna sér netöryggismál og varnir gegn netsvikum, en þau hafa færst mjög í vöxt undanfarin ár.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.