Talsverður erlill var hjá lögreglunni í nótt og hér má sjá helstu verkefni sem komu á borð lögreglu síðustu 12 klukkustundirnar.
Lögreglustöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg, Seltjarnarnes
- Ósjálfbjarga aðili sökum ölvunar. Aðilinn gisti í fangageymslu þar til rennur af honum.
- Tilkynnt um tvo aðila í annarlegu ástandi sem tóku hluti ófrjálsri hendi í verslun í miðborginni. Annar aðilinn fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu og reyndi að skalla lögreglumann. Aðilinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.
- Ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum.
- Ölvaður aðili með háreysti, honum vísað burt
- Tilkynnt um þjófnað í miðbænum
- Aðili í annarlegu ástandi æstur í miðbænum að veitast að fólki. Viðkomandi veittist svo að lögreglumanni þegar verið var að aðstoða hann. Hann vistaður í fangageymslu vegna málsins.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær, Mosfellsbær
- Tilkynnt um laus hross
- Ekið á ljósastaur, engin slys á fólki. Ekki grunur um akstur undir áhrifum.
- Tilkynnt um þjófnað í verslun
- Aðili slasast á mótorkrosshjóli. Fluttur með sjúkrabifreið til frekari aðhlynningar. Ekki alvarleg meiðsli.
Umræða