5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Samherjamálið: Óánægja með pólitíska forystu á Íslandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ferð öflugrar namibískrar sendinefndar til Íslands til að hafa áhrif á framsal þriggja starfsmanna Samherja sem bendlaðir eru við Samherja – hneykslið í Namibíu, fékk mjög kaldar móttökur frá pólitískri forystu landsins að því er fram kemur í miðlinum The Namibian Sun í Namibíu.

The Namibian Sun hefur fjallað ítarlega um spillingarmál tengd Samherja og kvótamálum þar í landi. Þá hefur það vakið heimsathygli að í júní kom háttsett sendinefnd sérstaklega til Íslands, frá Namibíu vegna málsins.

Nefndarmenn voru furðu losnir og mjög ósáttir við þær móttökur sem þeir fengu hér á landi, sérstaklega í dómsmálaráðuneytinu, þar sem Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra tók á móti nefndinni.

Namibísk yfirvöld eru afar ósátt með viljaleysi íslenskra yfirvalda í málinu og telja að það muni hafa óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson eru þeir Íslendingar sem nú liggja undir grun namibískra saksóknara og leitast er eftir að þeir verði framseldir til Namibíu.

Í sendinefndinni voru ásamt aðstoðarmanni forsætisráðherra, Nandi-Ndaitwah, meðal annars saksóknarinn Martha Imalwa og formaður Samtaka gegn spillingu (ACC), Erna van der Merwe.

Þá hefur komið fram að Nandi-Ndaitwah hafi komið á undan hinum nefndarmönnum til að funda með íslenskum ráðamönnum.

Mikil óánægja er innan nambísku ríkistjórnarinnar með það hvernig íslensk stjórnvöld hafa tekið á málinu, eða í raun að hafa ekki tekið á því. Namibíumenn skilja ekki seinaganginn og hvers vegna málið er ekki tekið af fullri alvöru á Íslandi.

Framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Þór Fanndal, deilir skoðunum sínum á málinu í viðtali við The Namibian Sun.