3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Er ríkisstjórnin að springa? – Hótar að hætta!

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

,,Ef hann breytir ekki þessari ákvörðun mun ég hætta að styðja ríkisstjórnina“

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hann muni hætta að styðja ríkisstjórnina ef Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra breyti ekki ákvörðun sinni um að þenja út friðlýsingarsvæði með friðlýsingu á Jökulsá á Fjöllum sem nær til alls vatnasviðs árinnar.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns í síðdegisútvarpinu á útvarpi Sögu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir að þó Guðmundur komi úr ranni Landverndar geti hann ekki farið með slíkum hætti
,, hann verður auðvitað að fara eftir þeim lögum sem gilda í landinu og við höfum fært fyrir því sterk rök að hann hafi ekki farið eftir þeim með þessari ákvörðun, hann er á öndverðri skoðun en ef hann breytir ekki þessari ákvörðun mun ég hætta að styðja ríkisstjórnina“,segir Jón.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér