5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Grunur á ný um salmonellu í ferskum kjúklingi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hrár kjúklingurMatvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar með rekjanleikanúmerum 001-19-32-1-16 og 012-19-31-4-03.

Í innra eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun hefur á ný komið upp grunur um salmonellu í tveimur kjúklingahópum Reykjagarðs ehf. Fyrirtækið hefur stöðvað dreifingu og hafið innköllun.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl eða Krónan
  • Rekjanleikanúmer: 001-19-32-1-16 og 012-19-31-4-03
  • Dreifing: Krónuverslanir, Kjörbúðin, Nettó, Hagkaup, SUPER1, Costco og Kaupfélag Vestur Húnvetninga

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum eru beðnir um að skila þeim í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Á þessari stundu er uppruni smitsins óljós en gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða hjá fyrirtækinu til að hefta frekari útbreiðslu.
Ítarefni