Jarðskjálfti að stæð 3.0 varð 2,4 kílómetra suðaustur af Hrómundartindi í nágrenni Hveragerðis nú á tíunda tímanum í morgun.
Upptök skjálftans voru á 5,5 kílómetra dýpi, en nokkrir minni skjálftar hafa riðið yfir í kjölfarið. Stærstur þeirra var skjálfti upp á 1,4 stig.
Fyrr í morgun varð skjálfti upp á 3,4 stig um 3 kílómetra norðaustur af Grindavík. Fannst skjálftinn í byggð. Sérfræðingur á skjálftasviði Veðurstofunnar sagði þá við mbl.is að um væri að ræða þekkt sprungusvæði.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/11/jardskjalfti-af-staerdinni-34-vid-grindavik/
Umræða