Í síðustu viku féll grjót á veginn um Súðavíkurhlíð. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri segir í viðtali við BB að bíll hafi farið um rétt þegar þetta féll fram á veginn. „þetta er um 4-500 metra frá þar sem Kubbur hefur verið að laga það sem féll fram yfir veginn fyrr á þessu ári.“ Segir Bragi Þór.
Geir Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni staðfesti þetta í viðtalinu en sagði að haga beri í huga að grjótið hafi ekki komið úr mikilli hæð. Ætlunin er, sagði Geir, að fara í þetta svæði, svo svonefndar Hafnir, og hreinsa laust grjót og breikka fyrir ofan veginn. Innan til við Hafnir hafa staðið yfir miklar framkvæmdir þar sem fjarlægt hefur verið efni.
Kristinn Lyngmó, eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni segir að frá 2016 hafi verið unnið fyrir 192 milljónir króna á Súðavíkurhlíðinni í tveimur stórum verkum.
Árið 2016 er boðið út gerð tveggja snjóflóðaskápa og á að flokka efnið og nýta í rofvarnir við Arnarnes og hins vegar í gerð öryggissvæði við hlið vegar. Gerð var verðkönnun vegna uppsetningu á stálþiljum fyrir framan snjóflóðaskápana og voru sett upp tvö stálþil 65 metrar og 45 metra.
Tveimur árum seinna 2018 er boðið út gerð snjóflóðaskáps ásamt uppsetningu á stálþili, efnið sem kemur við gerð snjóflóðaskáps verði flokkað og nýtt í rofvarnir við Arnarnes og hins vegar við gerð öryggisvæðis við hlið vegar í átt að Súðavík. Alls voru sett upp 80 metrar af stálþili og var það fyrir framan tvö snjóflóðagil að því er kemur fram í fréttinni.