• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Mánudagur, 5. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Bónus oftast með lægsta verðið á matvöru en Iceland oftast með það hæsta

ritstjorn by ritstjorn
11. september 2021
in Fréttir, Innlent, Neytendur
0
Share on FacebookShare on Twitter
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru þann 8. september síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 94 tilvikum en Krónan næst oftast, í 12 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið, í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum.

Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135. Í 32 tilvikum var 20-40% munur á hæsta og lægsta verði, í 31 tilviki 40-60% og í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur.

69% verðmunur á kílóverði af frosnum þorskbitum
Kjöt- og fiskvörur vega þungt í vörukörfu margra og geta verið nokkuð dýrar í innkaupum en í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í þessum vöruflokki í könnuninni. Þannig var 69% eða 900 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á frosnum þorskbitum, lægst var verðið í Krónunni, 1.299 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 2.199 kr. Einnig var mikill verðmunur á lambakjöti eða 50% munur á hæsta og lægsta verði á heilu, frosnu og ókrydduðu lambalæri. Lægst var verðið í Bónus, 1.198 kr/kg, en hæst í Fjarðarkaupum, 1.798 kr/kg.

Í verðtöflunni má sjá verð á öllum vörum í könnuninni.

143% verðmunur á frosnum jarðarberjum
Mikill verðmunur var í flokki frystivara eða 38%-143%. Mest var 143% munur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnum jarðarberjum. Lægst var verðið í Bónus 498 kr/kg en hæst var það í Heimkaup 1.209 kr/kg.
Einnig má nefna 93% mun á hæsta og lægsta verði á frosnum beyglum með kanil og rúsínum þar sem lægsta verðið var í Bónus 298 kr. en hæsta verðið í Hagkaup 559 kr.

Úr öðrum flokkum má nefna að mikill verðmunur var á ýmiskonar þurr- og niðursuðuvöru. 78% munur var á hæsta og lægsta verði af ISIO4 matarolíu. Lægst var verðið í Bónus, 529 kr. en hæst í Iceland, 939 kr.

Í flokki hreinlætisvara var 82% verðmunur á Ariel Original þvottadufti, lægsta verðið var í Bónus 499 kr/kg en hæst var verðið í Hagkaup 908 kr/kg.

Allt að 105% verðmunur á brauð- og kornvöru
Mestur verðmunur í þessum vöruflokki var á Jacob‘s tekexi eða 105%. Lægsta verðið var í Bónus 99 kr. en hæsta verðið í Heimkaup 203 kr. Þá var 86% munur á hæsta og lægsta kílóverði af Kellogg‘s Cornflakes, lægst var verðið í Bónus, 657 kr/kg en hæst var verðið í Kjörbúðinni, 1.221 kr/kg.

Töluverður verðmunur á sumum mjólkurvörum
25% eða 404 kr. munur var á hæsta og lægsta kílóverði af stóru stykki af Skólaosti, lægst var verðið í Bónus, 1.595 kr/kg en hæst í Hagkaup, 1.999 kr/kg. Einnig var 43% munur á hæsta og lægsta verði á Óskajógúrti m/hnetu og karamellubragði, lægst var verðið í Bónus 139 kr. en hæst í Iceland 199 kr.
Verðmunurinn á Krakka Lýsi var 44% eða 380 kr. þar sem lægsta verðið var í Bónus, 859 kr. og hæsta verðið í Iceland, 1.239 kr.

Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 135 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mosfellsbæ, Bónus Smáratorgi, Krónunni Selfossi, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ragnar Þór boðar til mótmæla – ,,Rísum upp gegn óréttlætinu!“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?