Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur hafnað framboði Ábyrgrar framtíðar í kjördæminu þar sem skilyrði um fjölda meðmælenda var ekki uppfyllt. 31 meðmælanda vantaði upp á að skilyrðin yrðu uppfyllt og því var framboðinu hafnað með úrskurði yfirkjörstjórnar. Ábyrg framtíð hefur sólarhring til að kæra þessa niðurstöðu til landskjörstjórnar. Rúv fjallaði fyrst um málið:
Yfirkjörstjórnir í öllum kjördæmum samþykktu í dag öll þau framboð sem skilað hafði verið inn til þeirra. Þar með verða tíu listar í framboði í öllum kjördæmum, að undanskildu Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem framboðin verða ellefu, en þar voru ekki gerðar athugasemdir við framboð Ábyrgrar framtíðar.
Discussion about this post