Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila í stigagangi í fjölbýlishúsi í Kópavogi um hálf níu í gærkvöld. Lögreglumenn fara á vettvang og kanna lífsmörk. Lögreglumenn ná að vekja viðkomandi, hann er mjög seinn í gang, kaldsveittur og á iði.
Samkvæmt lögreglumönnum talaði aðilinn tungumál sem þeir höfðu aldrei heyrt og því var það mat lögreglumanna á vettvangi að fá sjúkralið til að kanna lífsmörk og meta betur ástand.
Á meðan að beðið var eftir sjúkraliði fór hinn tilkynnti skyndilega að tala íslensku og gat gefið upp kennitölu. Í ljós kemur að viðkomandi býr í umræddum stigagangi og var honum því fylgt að íbúð sinni. Sjúkralið kom á vettvang og eftir skoðun var ekki talin þörf á læknisaðstoð. Aðilinn var hvattur til þess að fara í háttinn.
Umræða