Tilkynning barst um eld í fjögurra íbúða fjölbýlishúsi í Snægili á Akureyri klukkan tíu mínútur fyrir átta í morgun.
Talsverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að. Enginn íbúi var í íbúðinni sem kviknaði í og tókst að slökkva eldinn fljótt. Búið er að ráða niðurlögum eldsins að fullu og tók slökkvistarfið um hálftíma.
Umræða