-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Íslendingur vann 124 milljónir í EuroJackpot!

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 
Einn íslenskur áskrifandi hafði heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Um 2. vinning er að ræða sem skiptist á milli Íslands og Ungverjalands og fá vinningshafarnir rúmar 124 milljónir króna hvor. Gaman er að segja frá því að þetta er í annað sinn á innan við ári sem 2. vinningur kemur til Íslands. 1. vinningur gekk ekki út í kvöld en fimm skiptu með sér 3. vinningi og fær hver um sig rétt tæplega 35 milljónir. Einn miðinn var keyptur á Spáni og fjórir í Þýskalandi.

Einn var með fjórar réttar Jókertölur í réttri röð og hlýtur hann 100 þúsund krónur fyrir. Miðinn var keyptur í Krambúðinni á Akranesi. Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 2.912.