Í vikunni verða stífar suðlægar áttir með úrkomu af og til vestantil á landinu en annars almennt hægir vindar og blíðviðri
Hugleiðingar veðurfræðings
Í nótt hefur verið allhvöss suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands en mun hægari vindur og þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Skilin sem þessu valda færast norðaustur yfir landið í dag, en þó dregur úr þeim er líður á daginn. Í kvöld er útlit fyrir fremur hæga vestanátt og skúrir um vestanvert landið en leifar skilana yfirgefa austurlandið ekki fyrr en uppúr hádegi á morgun. Annars er útlit fyrir norðvestan stinningsgolu eða kalda á morgun, en eitthvað hvassara verður framanaf degi suðaustanlands. Einnig mun draga úr úrkomu og birta til. Í vikunni verða stífar suðlægar áttir með úrkomu af og til vestantil á landinu en annars almennt hægir vindar og blíðviðri.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-15 m/s, hvassast sunnan- og vestanlands í fyrstu, en síðan hægari. Víða rigning, en úrkomuminna norðaustantil. Vestan 3-10 og skúrir um landið vestanvert seinnipartinn. Hiti 4 til 10 stig. Norðvestan 3-10 m/s á morgun, en 10-18 suðaustanlands í fyrstu. Stöku skúrir um vestanvert landið en rigning austantil. Dregur úr vætu og birtir til er líður á morgundaginn. Sunnan 5-10 norðvestantil annað kvöld. Hiti 5 til 11 stig, hlýjast SA-lands. Spá gerð: 11.10.2020 09:19. Gildir til: 13.10.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Sunnan 3-10, en 10-15 vestast á landinu síðdegis. Skýjað að mestu og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands, en rignig um kvöldið. Léttskýjað um landið norðan- og austanvert. Hiti 4 til 9 stig.
Á miðvikudag:
Stíf suðaustlæg átt og rigning vestantil, en annars hægari vindur og þurrt. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt og rigning suðvestantil, en annars víða bjartviðri. Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg og smáskúrir um landið sunnan- og vestanvert. Milt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir áframhaldandi hæga austlæg átt með vætu hér og þar. Hægt kólnandi.
Spá gerð: 11.10.2020 08:40. Gildir til: 18.10.2020 12:00.