,,Þarna er ,,sumt fólk“ en ,,alls ekki allir“ að búa til ljótar sögur um annað fólk“
Í þessari grein mun ég ekki nafngreina neina einstaklinga eða hópa heldur koma inn á upplifun mína af ,,hluta af andlega heiminum á Íslandi í dag (ekki öllum).“

Einnig er ég að skrifa þessa grein fyrir upprennandi miðla og heilara sem þurfa að vita ákveðna hluti um hinn andlega heim í dag og þá sérstaklega þegar kemur að samfélagsmiðlum, sumu fólkinu þar og andlegum málum.
Það er mikilvægt fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref að finna sér einhvern sem maður treystir. Einhvern sem kennir manni, leiðbeinir manni og fræðir: andlegan leiðbeinanda.
En í mjög langan tíma var ég hluti af ákveðnu samfélagi á Íslandi sem kemur inn á andleg málefni. Þá er ég að meina miðlun, transmiðlun, spádóma, heilun, bænahópa, þróunarhópa og margt fleira.
Hinn andlegi raunveruleiki hefur verið mín ástríða og kjarni allt mitt líf. Og verið mitt ljós í mínu andlega ferðalagi hér á jörðinni.
Ég hef lengst af verið sjálfstætt starfandi miðill í þessum málum eins og flestir miðlar í dag, því fólki finnst betra að koma í hlýju heim til miðla heldur en til félagasamtaka.
En þrátt fyrir að finnast best að vera sjálfstætt starfandi var mér boðið á þessu ári af einu Sálarrannsóknarfélagi hér fyrir norðan að koma að miðla í þrjá daga sem ég ákvað að gera. Sú ferð og miðlun gekk svona rosalega vel og ég endaði þá ferð mína á aukadegi eða fjórða degi með transfundi ég var beðinn um að halda fyrir þróunarhópana þar.
Í framhaldinu ákveð ég að fara suður síðastliðið sumar því mér fannst allt í einu eftir þessa mjög svo vel heppnuðu ferð mjög áhugavert að starfa ekki bara sjálfstætt heima og skoða því aðeins landslagið í andlegum málum á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hafði reyndar unnið hjá Heilsuhofinu á Akureyri fyrir þennan tíma um ákveðið skeið en það skiptir ekki öllu máli.
Ég hafði svo mikla trú á þessu samfélagi að ég óskaði þess að ákveðin eining myndi verða milli fólks að ég setti meira að segja upp heimasíðu sem ég borgaði meira en 600 þúsund fyrir sem snýr að podcöstum, pöntun miðla og annað.
En vegna ákveðinna ástæðna ,,sem ég kem inn á hér á eftir“ þá ,,gaf ég“ tveimur miðlum heimasíðuna mína endurgjaldslaust sem ég hef mjög mikla trú á og þeir miðlar heita Hrafnkatla Valgeirsdóttir og Jón Ragnar og þessir miðlar eru að gera mjög góða hluti í dag og voru með mér í podcöstunum.
En vefsíðan heitir núna ,,Einingin“ en hét áður Andlegu málin sem var aðal podcastið mitt. Hér eru tenglar á síðuna fyrir þá sem vilja skoða:
https://einingin.is/
https://einingin.is/andlegu-malin/
En ástæðan fyrir því að ég vildi ekki vera hluti af þessu samfélagi lengur og ,,gaf“ meðal annars heimasíðuna mína til þessa tveggja frábæru miðla er af því að þegar ég fór að verða sýnilegri hjá andlegum samtökum/ félögum, öðrum miðlum og almenningi að þá voru persónuleg mál mín úr fortíðinni tekin fyrir af afbrýðisömu fólki undir nafnleynd á Facebook á andlegum síðum og einfaldlega búið til hluti um mig og einnig snúið út úr þeim, settir í andhverfu sína eða einfaldlega logið upp á mig blákalt: og ég raunverulega settur í ákveðna erfiða stöðu með neikvæða orku, ærumeiðingar sem ég vil ekki hrærast í og mun halda mér frá eins mest og ég get í framtíðinni.
Það sótti svo rosalega mikið af fólki til mín á þessum tíma og hafði gert síðustu árin og sumt fólk þoldi það ekki.
Í þessum heimi er ekki gott að vekja mikla athygli eða vera vinsæll miðill. Það get ég sagt ykkur allavega af minni eigin reynslu.
Ég er þekktur fyrir að vera mjög sannspár miðill. Bæði um fólk og heimsmál og spáði meðal annars fyrir Grindarvíkurgosinu fyrir allavega fimm árum síðan meðal vina og talaði svo um það á einhverjum tímapunkti í tveggja tíma útvarpsþætti á Útvarp Sögu löngu fyrir gosið þar ásamt öðrum heimsmálum þó ég hafi líka haldið aðeins aftur af mér því fólk vill helst ekki heyra neikvæða hluti sem eru að fara að gerast.
Og svo komu margir spádómar fram á transfundunum hjá mér sem ákveðið fólk skulum við bara segja hefur eignað sér opinberlega. Þannig þið sjáið hversu barnalegt þetta er og mikil samkeppni er milli miðla á Íslandi.
Að búa til ljótar lygar um fólk á samfélagsmiðlum er mjög erfitt að taka til baka, jafnvel ómögulegt. Og þegar maður er að gefa mikið af sér og lendir í svona málum þá missir maður hvatann og viljann til að halda áfram að hjálpa fólki í andlegum málum með miðlun, spá og heilun til að mynda.
Ég vil taka það fram að ég er ekki saklaus í þessum málum. Ég þurfti að verja mig gegn ,,Gróu á leyti“ og ærumeiðingum og að takast á við ákveðna hluti og lèt frá mér orð til að verja sjálfan mig gegn lygum og illkvindisskap og verja mig gagnvart fólki sem var að skemma fyrir mér og ég lét ákveðin orð út úr mér á þeim tíma, sem í baksýnisspeglinum hefði betur verið ósögð. Því í mörgum tilvikum er betra að þegja bara og láta hlutina fjara út og/eða jafna sig.
Ég vil taka það fram hér mjög skýrt að þetta snýst ekki um eina manneskju eða tvær heldur hóp í þessum heimi svo það sé alveg á hreinu.
En ástæðan fyrir því að ég hætti í andlegum málum er af því að þessi heimur er ekkert öðruvísi en aðrir samfélagshópar og ég varð fyrir miklu aðkasti og lygum meðal fólks.
Þarna er fólk í mikilli samkeppni sín á milli að biðja vini sína að mæla með sér aftur og aftur á ákveðnum andlegum síðum undir nafnleynd meðal annars og um leið skíta aðra miðla út.
Þarna er ,,sumt fólk“ en ,,alls ekki allir“ að búa til ljótar sögur um annað fólk, aðra miðla sem eru ekki sannar frásagnir bara til að minnka kúnna hópinn hjá þeim og fá fleiri til sín í miðlun og heilun.
Hjá mörgum snýst þetta bara um peninga en sem betur fer ekki hjá meirihlutanum í þessum heimi, allavega sem ég þekki til. Því það eru til mjög góðir miðlar á Íslandi sem vinna af einlægni, kærleika og af æðruleysi. Enda eru þessi mál heilög fyrir okkur sem vinna í þeim..
Ég veit t.d um einn miðil fyrir sunnan sem vann með mér í sumar sem sitjari á transfundunum, minn aðalsitjari og er gríðarlega öflugur miðill og heilari. En gagnvart henni ríkir til dæmis mikil afbrýðisemi sem ég hef allavega séð vegna þess hversu góður miðill og heilari hún er og hversu mikil aðsókn er til hennar. En hún hefur og mun hjálpa mörgum.
En í sambandi við þetta allt saman sem ég er að reyna að segja hér í þessari grein er að èg var t.d. að vinna hjá einu félagi í Reykjavík í sumar og hætti þar vegna ýmsa ástæðna sem mér líkaði alls ekki við og fór því og ekki sá eini.
Í framhaldinu af því fór ég að vinna hjá öðru félagi sem mér líkaði miklu betur við og fékk góðan sitjara og mjög gott fólk með mér á námskeiðin sem ég var með þar á þeim tíma sem snýr að transmiðilsfundum sem var mikil aðsókn í og gekk mjög vel.
Það leið ekki á löngu fyrr en ég fékk að heyra hitt og þetta um mig, neikvæða hluti eftir að hafa hætt hjá þessu fyrra félagi þrátt fyrir að hafa bara fengið lof og hvetjandi orð um hve góður miðill ég væri þegar ég vann þar og var auglýstur mikið af félaginu, því ég get miðlað hvernig sem er og fólk hafði sérstaklega mikinn áhuga af námskeiðunum mínum, transfundunum.
Hafandi sagt þetta vil ég segja að ég er ekki að segja að einhver úr þessu fyrra félagi eða tengist því ber einhverja sök á þessu einelti og ærumeiðingum. Bara svo það sé skýrt.
En það var notað gegn mér að vera með sjúkdóminn alkahólisma sem fjölmargir hafa en ég hef alltaf verið mjög opinskár mitt líf og hef aldrei talið ástæðu til þess að fela það, til hvers og afhverju?
Fyrir alkahólista að lenda í svona aðstæðum er ekki gott því hann þarf að vinna með tilfinningar sínar og andlega líðan á heilbrigðan hátt í stað þess að deyfa þær.
Og ég vann með þær á heilbrigðan hátt.
Einn besti transmiðill Íslands, Hafsteinn Björnsson drakk mjög illa. Enda lét hann lífið mjög ungur. Það er eitthvað sem allir ættu að forðast.
En allavega þá voru búnar til lygasögur um ýmislegt ,,á þeim tíma“ sem var verulega ljótt og þarna var verið að leggjast mjög lágt til að koma mér í burtu, minnka aðsókn og hafa áhrif á mína æru og mannorð. Þannig ég nennti ekki að tilheyra þessu samfélagi lengur.
Það gekk reyndar ekki upp að hafa neikvæð áhrif á mig sem miðil enda veit fólk og skynjar hvað er satt og rétt, en ég fann samt að þetta hafði einhver áhrif á sjálfan mig eins og á ,,alla aðra miðla sem þetta er gert við reglulega.“
Sumt fólk svífst bara einskis til að draga aðra niður til að sýnast vera eitthvað sem það er ekki. Og ég er reyndar hissa á mörgum miðlum að sjá ekki í gegnum sumt fólk. Fékk mig til að efast um gæði þeirra tenginga og miðlunar.
En þið sem hafið áhuga á þessum málum þá vil ég segja við ykkur að það eru margir góðir miðlar á Íslandi í dag og takið ykkur góðan tíma í að velja til hverja þið farið til. Og fáið góða leiðsögn, þekkingu og visku.
Ég gæti nefnt nokkra miðla hér en ég vil það ekki vegna þess að það væri óviðeigandi og ekki rétt án leyfis.
En ég mæli með að beina augum ykkar til Hafnarfjarðar til dæmis og sjá hvað þar er að finna. Einnig í allra síðasta viðtali mínu í,,Andlegu málin.“ Á síðunni Einingin.is
En núna er ég hættur í andlegu málum þó ég taki stundum einn og einn tíma fyrir vini og vil bara sækja í jákvæða orku og ætla að snúa mér að bókaskrifum um andleg mál.
En ég vona svo innilega að hinn andlegi heimur blómstri næstu árin og að baktal, samkeppni miðla á milli, kvikindisskapur og önnur leiðindi heyri sögunni til. Af því svoleiðis hegðun á ekki heima í andlegum málum á Íslandi eða í heiminu og er hvorki gaman af þeim né hollt að vera í kringum.
Við erum öll á þroskabraut og þetta hefur verið mjög svo þroskandi og áhugavert ferðalag fyrir mig til þessa. Vonandi undirbýr þessi frásögn mín nýja miðla eða hefur einhver áhrif á eldri miðla og heilara til góðs.
Góðar stundir.
Gísli Hvanndal Jakobsson
Höfundur er Eilífðarstúdent