• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 4. desember 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
Áskrift
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Jarðskjálfti af stærð 5.2

by Ritstjórn
11. nóvember 2021
in Fréttir, Innlent
0
Deila á FacebookDeila á X

Klukkan 13:21 varð jarðskjálfti af stærð 5.2 í Vatnafjöllum um 7,5 km suður af Heklu. Skjálftinn fannst vel víða á öllu Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftavirkni byrjaði á svæðinu rétt fyrir hádegi í dag og er töluverð eftirskjálftavirkni. Stærstu eftirskjálftarnir eru um 3 að stærð. Tæplega 540 jarðskjálftar mældust í liðinni viku með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, heldur færri en í fyrri viku þegar um 680 skjálftar voru staðsettir.

Stærsti skjálfti vikunnar mældist í norðurrima Bárðarbunguöskjunnar af stærð 4,0. Einn skjálfti af stærð 3,0 mældist úti á Reykjaneshrygg tæpa 100 km frá landi, aðrir skjálftar mældust undir 3,0 að stærð. Það dróg mikið úr lágtíðni skjálftavirkni á Torfajökulssvæðinu.

Suðurland

Tæplega 50 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, þar af mældust um 6 skjálftar á Hengilssvæðinu, þar mældist skjálfti af stærð 2,0 þann 7. nóvember kl. 14:40. Þrettán smærri skjálftar um og undir 1,0 að stærð mældust í norðanverðu Ingólfsfjalli. Rétt norðan við Heklu mældust 4 skjálftar, sá stærsti þann 7. nóv. kl. 17:06 af stærð 1,5. 4 jarðskjálftar voru staðsettir sunnan Heklu í Vatnafjöllum.

Reykjanesskagi

Um 240 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku. Sá stærsti mældist 2,4 að stærð kl. 22:03 þann 4. nóv. á milli Fagradalshrauns og Keilis. Þar virðist sem hrinan sé í rénun en tæplega 150 skjálftar mældust þar þessa vikuna. Við Reykjanestá mældust um 50 skjálftar, stærsti 2,2 að stærð 2. nóv. Um 15 smáskjálftar mældust við í nágrenni Grindavíkur, sá stærsti kl. 6:27, 7. nóvember. Um 25 smáskjálftar mældust austan Kleifarvatns við Móhálsadal. Úti fyrir landi á Reykjaneshryggnum mældist tæpur tugur skjálfta flestir um 40 km suðvestur af Reykjanestá en sá stærsti af stærð 3,0 mældist þann 4. nóv kl. 01:26 tæplega 100 km frá landi.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust rúmlega 40 skjálftar allir undir 2,0 að stærð. Tæpur helmingur þeirra voru staðsettir á Grímseyjarbeltinu flestir í Öxarfirði en sex norðnorðaustan við Grímsey. Innan við 10 smáskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu en þrír skjálftar mældust úti á Eyjafjarðarál og einn í mynni Skagafjarðar. Á landi mældist 1 skjálfti við Kröflu og þrír við Þeistareyki.

Hálendið

Á hálendinu mældust rúmlega 180 jarðskjálftar í vikunni þar af mældust 70 þeirra í Vatnajökli. Tæpir 40 skjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu, þar mældist stærsti skjálfti vikunnar í norðurrima Bárðarbunguöskjunnar 4,0 að stærð. Um tugur skjálfta mældist austan Bárðarbungu og einn í Dyngjujökli, 2 í Kverkfjöllum. Um fimm smáskjálftar mældust í Grímsvötnum, þrír við Hamarinn og 2 við sitthvorn Skaftárketilinn, við þann Eystri mældist skjálfti af stærð 2,6 kl. 13:47 þann 6. nóv. Þrír skjálftar mældust í Esjufjöllum en enginn skjálfti mældist í Öræfajökli.
Norðan vatnajökuls mældust um 30 skjálftar við Öskju, flestir litlir en sá stærsti mældist 1,9 að stærð 2. nóvember kl. 07:37 rétt norðaustanvið Öskjuvatnið. Um 70 smáskjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, um 40 þeirra mældust í þyrpingu rétt austan Herðubreiðartagla þann 7. nóv.
Annarsstaðar, þá mældist einn skjálfti af stærð 1,6 mældist norðvestan við Hofsjökul. Sjö skjálftar mældust í Langjökli í vikunni flestir í Austanverðum jöklinum milli við Skriðufell, einn skjálfti mældist við Geitlandsjökul. Í Grjótárdal á vesturlandi, skammt frá Grjótárvatni á Mýrum mældust 3 skjálftar stærsti af stærð 1,8 þann 7. nóv.

 

Mýrdalsjökull

Sjö jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, sá stærsti af stærð 1,7 í norðanverðri Kötlu öskjunni. Einn skjálfti mældist í syðri hlíðum Eyjafjallajökuls af stærð 1,1. Um tugur jarðskjálfta var staðsettur á Torfajökulssvæðinu, en mikil virkni lágtíðni skjálfta var sýnileg þar í seinustu viku en það dróg mikið úr tíðni þessara skjálfta jafnt og þétt er leið á vikunna. Settur var upp nýr jarðskjálftamælir á svæðinu og benda fyrstu gögn til þess að lágtíðnivirknin hafi verið á suðurhluta svæðisins.

Umræða
  • Bílvelta við Tjörnina

    Bílvelta við Tjörnina

    59 deilingar
    Share 24 Tweet 15
  • Karlar sem fremja sjálfsvíg – Einelti, falskar ásakanir og ofbeldi

    204 deilingar
    Share 82 Tweet 51
  • Fann barnið sitt nakið og grátandi inni á klósetti í IKEA

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Banaslys í Reykjanesbæ

    112 deilingar
    Share 45 Tweet 28
  • Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi

    11 deilingar
    Share 4 Tweet 3
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?