Klukkan 13:21 varð jarðskjálfti af stærð 5.2 í Vatnafjöllum um 7,5 km suður af Heklu. Skjálftinn fannst vel víða á öllu Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftavirkni byrjaði á svæðinu rétt fyrir hádegi í dag og er töluverð eftirskjálftavirkni. Stærstu eftirskjálftarnir eru um 3 að stærð. Tæplega 540 jarðskjálftar mældust í liðinni viku með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, heldur færri en í fyrri viku þegar um 680 skjálftar voru staðsettir.
Stærsti skjálfti vikunnar mældist í norðurrima Bárðarbunguöskjunnar af stærð 4,0. Einn skjálfti af stærð 3,0 mældist úti á Reykjaneshrygg tæpa 100 km frá landi, aðrir skjálftar mældust undir 3,0 að stærð. Það dróg mikið úr lágtíðni skjálftavirkni á Torfajökulssvæðinu.
Suðurland
Tæplega 50 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, þar af mældust um 6 skjálftar á Hengilssvæðinu, þar mældist skjálfti af stærð 2,0 þann 7. nóvember kl. 14:40. Þrettán smærri skjálftar um og undir 1,0 að stærð mældust í norðanverðu Ingólfsfjalli. Rétt norðan við Heklu mældust 4 skjálftar, sá stærsti þann 7. nóv. kl. 17:06 af stærð 1,5. 4 jarðskjálftar voru staðsettir sunnan Heklu í Vatnafjöllum.
Reykjanesskagi
Um 240 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í liðinni viku. Sá stærsti mældist 2,4 að stærð kl. 22:03 þann 4. nóv. á milli Fagradalshrauns og Keilis. Þar virðist sem hrinan sé í rénun en tæplega 150 skjálftar mældust þar þessa vikuna. Við Reykjanestá mældust um 50 skjálftar, stærsti 2,2 að stærð 2. nóv. Um 15 smáskjálftar mældust við í nágrenni Grindavíkur, sá stærsti kl. 6:27, 7. nóvember. Um 25 smáskjálftar mældust austan Kleifarvatns við Móhálsadal. Úti fyrir landi á Reykjaneshryggnum mældist tæpur tugur skjálfta flestir um 40 km suðvestur af Reykjanestá en sá stærsti af stærð 3,0 mældist þann 4. nóv kl. 01:26 tæplega 100 km frá landi.
Norðurland
Á Norðurlandi mældust rúmlega 40 skjálftar allir undir 2,0 að stærð. Tæpur helmingur þeirra voru staðsettir á Grímseyjarbeltinu flestir í Öxarfirði en sex norðnorðaustan við Grímsey. Innan við 10 smáskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu en þrír skjálftar mældust úti á Eyjafjarðarál og einn í mynni Skagafjarðar. Á landi mældist 1 skjálfti við Kröflu og þrír við Þeistareyki.
Hálendið
Á hálendinu mældust rúmlega 180 jarðskjálftar í vikunni þar af mældust 70 þeirra í Vatnajökli. Tæpir 40 skjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu, þar mældist stærsti skjálfti vikunnar í norðurrima Bárðarbunguöskjunnar 4,0 að stærð. Um tugur skjálfta mældist austan Bárðarbungu og einn í Dyngjujökli, 2 í Kverkfjöllum. Um fimm smáskjálftar mældust í Grímsvötnum, þrír við Hamarinn og 2 við sitthvorn Skaftárketilinn, við þann Eystri mældist skjálfti af stærð 2,6 kl. 13:47 þann 6. nóv. Þrír skjálftar mældust í Esjufjöllum en enginn skjálfti mældist í Öræfajökli.
Norðan vatnajökuls mældust um 30 skjálftar við Öskju, flestir litlir en sá stærsti mældist 1,9 að stærð 2. nóvember kl. 07:37 rétt norðaustanvið Öskjuvatnið. Um 70 smáskjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, um 40 þeirra mældust í þyrpingu rétt austan Herðubreiðartagla þann 7. nóv.
Annarsstaðar, þá mældist einn skjálfti af stærð 1,6 mældist norðvestan við Hofsjökul. Sjö skjálftar mældust í Langjökli í vikunni flestir í Austanverðum jöklinum milli við Skriðufell, einn skjálfti mældist við Geitlandsjökul. Í Grjótárdal á vesturlandi, skammt frá Grjótárvatni á Mýrum mældust 3 skjálftar stærsti af stærð 1,8 þann 7. nóv.
Mýrdalsjökull
Sjö jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, sá stærsti af stærð 1,7 í norðanverðri Kötlu öskjunni. Einn skjálfti mældist í syðri hlíðum Eyjafjallajökuls af stærð 1,1. Um tugur jarðskjálfta var staðsettur á Torfajökulssvæðinu, en mikil virkni lágtíðni skjálfta var sýnileg þar í seinustu viku en það dróg mikið úr tíðni þessara skjálfta jafnt og þétt er leið á vikunna. Settur var upp nýr jarðskjálftamælir á svæðinu og benda fyrstu gögn til þess að lágtíðnivirknin hafi verið á suðurhluta svæðisins.