• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Mánudagur, 25. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Leyfiskerfi á íslenskum leigubílamarkaði brot á EES-samningnum

ritstjorn by ritstjorn
11. nóvember 2021
in Erlent, Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær út rökstutt álit til íslenskra stjórnvalda um íslenska leigubílamarkaðinn. Niðurstaða ESA er að leyfiskerfið sem notast er við á íslenskum leigubílamarkaði brjóti í bága við ákvæði EES-samningsins.

Núverandi lög um leigubifreiðar á Íslandi kveða á um takmörkun á fjölda leigubifreiða, bann við að veita fleiri en eitt atvinnuleyfi til hvers aðila, áskilnað um að akstur leigubifreiðar sé aðalatvinna þeirra sem stunda aksturinn auk stöðvaskyldu leigubifreiða.

Að mati ESA brjóta þessir þættir gegn 31. grein EES-samningsins sem fjallar um staðfesturétt, eða með öðrum orðum rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka fyrirtæki.

ESA sendi Íslandi formlegt áminningar bréf vegna fyrirkomulags á leigubílamarkaði í janúar síðastliðnum en rökstudda álitið sem gefið var út í gær er liður í því að taka samningsbrotamálið á næsta stig. Samkvæmt frétt ESA um álitið gæti farið svo að málið verði tekið fyrir hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg ef íslensk stjórnvöld bregðast ekki við innan tveggja mánaða.

Samkeppniseftirlitið hefur á liðnum árum mælst til þess að lagaumgjörð leigubílaaksturs verði endurskoðuð og að samkeppnishindrunum verði rutt úr vegi. Til að kynna sér nánar umsagnir Samkeppniseftirlitsins um málaflokkinn má nálgast upplýsingasíðu um samkeppni á íslenskum leigubílamarkaði hér.

Discussion about this post

  • Óánægð með rannsókn á eignatengslum í sjávarútvegi

    Óánægð með rannsókn á eignatengslum í sjávarútvegi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Þjóðarsátt um okurvexti?

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti karlmanns á sextugsaldri

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?