Viðbragðsaðilar kallaðir frá Grindavík
Í ljósi nýrra gagna frá Veðurstofunni og aukinnar skjálftavirkni til suðurs hefur verið tekin ákvörðun um að kalla alla viðbragðsaðila frá Grindavík. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna segir þetta öryggisráðstöfun. „Svo ætlum við að taka stöðuna aftur klukkan 6 í fyrramálið.“
Viðbragðsaðilar flytja sig í Reykjanesbæ þaðan sem aðgerðum verður stjórnað í framhaldinu. Ríkisútvarpið er með beina útsendingu af því sem er að gerast í og við Grindavík af öryggisástæðum.
Kvikugangurinn liggur undir Grindavík – „Mjög stór atburður“
Fundi vísindamanna veðurstofunnar og fulltrúa almannavarna lauk rétt fyrir klukkan fjögur. Þar var farið yfir gögn sem sýna að kvikugangur liggur nú undir Grindavíkurbæ.
Á grundvelli gagnanna var tekin ákvörðun um að kalla alla viðbragðsaðila frá Grindavík. Gangurinn liggur frá Sundhnjúkagígum og þaðan í suðvestur í gegnum Grindavíkurbæ og áfram.
Stærð, lengd og rúmmál kvikugangsins liggur ekki fyrir. Erfitt er að segja nákvæmlega á hversu miklu dýpi kvikan er en jarðskjálftarnir sem mælst hafa síðustu klukkutíma á svæðinu eiga upptök sín á tveggja til þriggja kílómetra dýpi.
Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ljóst að um mjög stóran atburð sé að ræða.
Búið að færa fluglitakóðann upp á appelsínugulan
Búið er að færa fluglitakóðann upp á appelsínugulan. Siðasta sólarhirng hefur um 3000 skjálftar mælst
Líkur er á því að kvikugangur hafi myndast undir Grindavík. Neyðarstig Almannavarna er nú í gildi. Áköf jarðskjálftahrina sem hófst kl 15:00 í gær stendur yfir við Sundhjúkagíga, norðan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn varð kl. 18 um 1 km. austan við Þorbjörn og mældist 5,0 að stærð.
Gæti leitt til eldgoss
Skjálftar geta orðið stærri en þeir sem hafa átt sér stað hingað til og gæti þessi atburðarrás leitt til eldgoss. Búið er að færa fluglitakóðann upp á appelsínugulan. Siðasta sólarhirng hafa um 3000 skjálftar mælst. 11 skjálftar yfir 4 að stærð hafa mælst, þar af einn 5,0 að stærð. Veðurstofa Íslands fylgist vel með framvinduninni.