-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Eftir hverju er verið að bíða?

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Eftir hverju er verið að bíða?

Skipulags og samgönguráð í dag:

Baldur Borgþórsson Varaborgarfulltrúi Miðflokksins

Kynning á stöðu undirbúningsvinnu vegna svokallaðrar borgalínu var fyrsta mál á dagskrá fundar.
Fátt var um svör þegar undirritaður spurði hvort ekki ætti að prufukeyra þetta módel sem menn kalla borgarlínu.
Sérstaklega í ljósi þeirra 7 milljarða sem urðu að engu í síðustu tilraun sama fólks og eru talsmenn borgarlínu nú.
Á að eyða 300 milljörðum fyrst og prófa svo?
Er það ábyrgt?
Er það skynsemi?
Borgarlína er auðvitað ekkert annað en stætó, svo þetta snýst að mestu um nýja útfærslu á leiðakerfi.
Allt er til staðar og ef vel gengur má styðja við leiðakerfið samhliða úrbótum á vegakerfinu almennt.
Ég lagði til að þetta módel yrði prufukeyrt hið fyrsta, en þá voru svörin að ,,ekki væri hægt að róta svona í leiðakerfinu.´´
Hverskonar svar er það frá fólkinu sem fullyrðir að borgarlína sé svo frábær?
Hér er bókun mín vegna málsins:
Fulltrúi Miðflokksins undrast að í allri þeirri vinnu með tilheyrandi kostnaði sem lagt hefur verið í vegna svokallaðrar borgarlínu, hafi aldrei verið rætt að prufukeyra módelið.
Þetta kom fram á kynningu dagsins.
Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist ekki vita hvað fyrirbrigðið borgarlína raunverulega er, þá er ljóst að um er að ræða strætó.
Þetta snýst því að stórum hluta um leiðakerfi.
Fulltrúi Miðflokksins leggur til að módelið verði prufukeyrt með þeim vögnum, vegum og búnaði sem til ráðstöfunar eru í dag og telur að slíkt hljóti að teljast skynsamlegt og ábyrgt, áður en ráðist verður í hundruð milljarða verkefni.
Þeir aðilar sem tala mest fyrir borgarlínu í dag, eru sömu aðilar og töluðu fyrir tilraunaverkefni um elfingu strætó og gerðu samning þar um árið 2012.
Sá samingur átti að tryggja þreföldun hlutdeildar strætó í ferðum almennings, auka hlutdeildina úr 4% í 12%.
Nú, 7 árum og sjö þúsund milljónum síðar blasir árangurinn við:
Hlutdeild strætó 2012 4%
Hlutdeild strætó 2019 4%
Það var slæmt að kasta 7 milljörðum, það verður miklu verra að kasta hundruðum milljarða.
Prufukeyrum módelið áður en lengra er haldið.
Það er skynsemi.
Það er ábyrgt.
Baldur Borgþórsson Varaborgarfulltrúi Miðflokksins