Gáttaþefur var á ferð um Norðurland eystra í gærmorgun, við Mývatn. Nýlega kominn úr Covid-hraðprófi og sagðist hafa alveg sérlega vel vaxið nef fyrir sýnatökur er Lögreglan á Norðurlandi eystra rakst á hann.
Gáttaþefur var neikvæður við Covid en annars mjög jákvæður með lífið og jólin framundan. Hann hafði orð á því að lögreglumenn sem hann hitti fyrir um allt Norðurland eystra á aðventunni væru alveg sérstaklega liprir, hjálpsamir og þægilegir í hvívetna. Hann bað fyrir jólakveðjur til allra barna á svæðinu og að hafa skóinn tilbúinn í gluggann í kvöld …
Discussion about this post