No Result
View All Result
Bjarki Freyr Jóhannesson stofnandi og eigandi Landferða ehf. gerir út hópferðabíla og hefur verið í þeim viðskiptum í 18 ár. Bjarki Freyr er bjartsýnn á að ferðaiðnaðurinn sé að fara ná sömu hæðum og fyrir covid enda bendi allar mælingar á komu ferðamanna til þess.
,,Við leigjum rútur með bílstjórum og tökum að okkur að skipuleggja ferðir og erum með fasta viðskiptavini og erum að bæta við rútum með hækkandi sól. Fyrirtækið sem gerir út hópferðabíla hyggst bæta við fleiri 50-70 farþega rútum eftir áramótin.
,,Já búið er að ákveða kaupin og verið að skoða kaup á fleiri rútum sem taka mikinn fjölda í hverri ferð. Ég er mjög bjartsýnn á að sumarið verði mjög gott þar sem ferðamönnum er að fjölga jafnt og þétt.
Þá er verið að markaðssetja fyrirtækið bæði heima og erlendis allt árið og við erum opnir fyrir samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu sem vantar rútur fyrir sinn rekstur. Með því að fjölga í flotanum er komin góð staða til að bæta við fleiri föstum viðskiptavinum “ Segir Bjarki Freyr Jóhannesson, eigandi Landferða.
,,Landferðir keyra alla hópa, hvort sem um ræðir ferðamenn, íþróttahópa, skólaferðir, leikskólaferðir, eldriborgaraferðir, starfsmannaferðir, söguferðir, ballferðir, bíóferðir, leikhúsferðir, steggjaferðir,gæsaferðir, óvissuferðir, skíðaferðir og fleira.
Við gerum hópferðabílana út frá Höfðuborgarsvæðinu og Suðurlandi og keyrum um allt land, t.d. hringferðir.“ Sagði Bjarki Freyr Jóhannesson að lokum en hægt er skoða heimasíðu fyrirtækisins HÉR – LANDFERÐIR

No Result
View All Result
Discussion about this post