Ólafur Jónsson togaraskipstjóri með meiru hefur fylgst grannt með gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og segir gengi hennar falsað fyrir stórútgerðina á kostnað almennings og vísar meðal annars í nýjan þátt Kveiks máli sínu til stuðnings. Þá lýsir hann yfir efasemdum um kvótakerfið og meinta sölu fiskafurða í gegnum aflandsfélög.
,,Kveiksþátturinn ætti að opna augu allra hvílíkur þjófnaður sem er stundaður með FÖLSUN á gengi krónunnar. DEILIÐ NÚ FYRIR OKKUR.“ Segir Ólafur.
,,Kaupmætti venjulegs fólks er haldið niðri með fölsun á gengi krónunar og það kemur harkalega niður á kaupmætti fólks í landinu.“ Heyra má pistilinn í heild sinni hér þar sem Ólafur útskýrir hvernig Seðlabankinn er sagður stýra gengi gjaldmiðilsins og heldur honum niðri fyrir fáa sérhagsmunaaðila á kostnað fjöldans.
Krónan hrynur og er áhættugjaldmiðill – „Tími krónunnar er liðinn“
Landsbankinn dæmdur – ,,Tugir milljarða sem talið er að bankarnir hafi oftekið“
Umræða