3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Lögreglan leitar vitna að umferðarslysinu á Hringbraut

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim einstaklingum sem urðu vitni að umferðarslysi að morgni þann 09.01 síðastliðinn kl.08:27 á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla.
Ekið var á barn á mót­um Meist­ara­valla og Hring­braut­ar á ní­unda tím­an­um í gærmorg­un. Barnið slasaðist en ekki al­var­lega og var flutt á bráðamót­töku Land­spít­al­ans.
Jafnframt óskar lögregla eftir því að þeir einstaklingar sem komu ökumanni og hinum slasaða til aðstoðar á vettvangi seti sig í samband við lögregluna. Viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu