Samherji fær rjómakaramellu!
Í lögum um stjórn fiskveiða er að finna ákveðið hámark um hve mikið einstaka fyrirtæki og tengdir aðilar mega hafa yfir að ráða af aflaheimildum. Fyrir stjórnvöld ætti að vera afar einfalt að fylgja eftir umræddu ákvæði ef vilji væri fyrir hendi og skýra þau út frá almennum viðmiðum.
Vanhæfi Samherjaráðherrann, Kristján Þór Júlíusson kynnir nú á heimasíðu ráðuneytisins tillögur um hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Það verður að segjast eins og er að með tillögunum er Kristján Þór að færa Samherja og stærstu kvótaþegunum, sæta rjómakaramellu.
Í stað þess að nota fyrirmyndir í íslenskum lögum eða alþjóðlegum reglum, um hæfi og skilgreiningar um tengda aðila, þá eru ítekuð sérsaumuð bómullarákvæði fyrir vinina, sem er að finna í núgildandi lögum. Samkvæmt þeim, þá teljast hvorki bræðurnir Hjálmar og Guðmundur Kristjánssynir í Brimi né Þorsteinn Már Baldvinsson og fyrrverandi eiginkona hans tengdir aðilar, en teldust vanhæf ef almennar vanhæfisreglur laga væru látin gilda um tengsl þeirra.
Samkvæmt sérsaumnum, þá fæ ég ekki séð betur en að Síldarvinnslan og Samherji geti talist algerlega ótengdir aðilar þó svo að Samherji eigi tæpan helming í félaginu og Þorsteinn Már ráði því sem hann vill á þeim bænum, þar sem eignarhaldið fer ekki yfir 50%. Ef sú skilgreining væri notuð sem finna má í lögum um fjármála- fyrirtæki, þá teljast náin tengsl vera til staðar þegar eignarhaldið nær 20% eða meira af hlutafé fyrirtækja og Síldarvinnslan og Samherji ekki einungis tengd heldur tengd nánunum böndum.
Það kom verulega á óvart að sjá að fyrrum formaður Samfylkingarinnar Oddný Harðardóttir hafi tekið þátt í þessum skollaleik ráðherra, að festa í sessi bómullarreglur fyrir vinina.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti tillögur verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinn er varðar endurskoðun á m.a. skilgreiningu á tengdum aðilum í lögum um stjórn fiskveiða á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Sigurjón Þórðarson: https://www.facebook.com/sigurjonthordarson
Fáir njóta góðs af fiskiauðlind þjóðarinnar
https://gamli.frettatiminn.is/2020/01/11/fair-njota-gods-af-fiskiaudlind-thjodarinnar/