,,Stöngin var farin þegar ég kom“
,,Fiskurinn sem við fengum í Hlíðarvatni í Hnappadal var smár en fallegur,, sagði Auðunn Guðmundsson sem fór á dorg í vikunni, en ísinn var frekar þunnur. Það var mjög gott veður en ísinn frekar þunnur og brakaði allur þegar labbað var eftir honum.
,,Ísinn var ekki nema 10 sentimetrar en það var fiskur á svæðinu og ég missti einn stærri. Sá tók stöngina með sér og sást ekki meira var að eiga við aðra stöng en þá var hinn horfinn ofan í ísinn,, sagði Auðunn ennfremur.
Mynd frá vatninu, ísdorg á Hlíðarvatni. Mynd: Auðunn
Umræða