1.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Covid19: Engir sjúklingar á Vogi í fyrsta skipti í 40 ár

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Mynd: Vogur
Engir sjúklingar hafa verið á Vogi dagana 8.-12. janúar vegna Covid hópsmits. Er þetta í fyrsta skipti í 40 ára sögu sjúkrahússins sem dyrnar hafa verið lokaðar. Opnað verður aftur fyrir sjúklinga fimmtudaginn 13. janúar og er ánægjulegt að segja frá því að tíminn hefur verið nýttur til að gera Vog eins glæsilegan og frekast er unnt.

Búið er að sótthreinsa og þrífa sjúkrahúsið hátt og lágt, mála, setja upp fataskápa í sjúklingaherbergjum, taka til og sinna nauðsynlegu viðhaldi sem erfitt er að komast i þegar starfsemi er í fullum gangi að því er fram kemur á síðu sáá.

,,Þótt að ákvörðunin um að loka hafi verið nauðsynleg var hún okkur að sama skapi þungbær og því sérstaklega ánægjulegt að geta nýtt tímann til að gera aðstöðunni enn betri en hún var fyrir lokun.“