Hugleiðingar veðurfræðings
Það gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með éljagangi í dag, en heldur hægari vindur og úrkomulítið á Austurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki. Svipað veður fram eftir degi á morgun, en fer að lægja og draga úr ofankomu seinnipartinn. Suðlæg eða breytileg átt og fer að snjóa víða á föstudag, en síðdegis útlit fyrir rigningu og hlýnandi veður suðaustantil á landinu.
Veðuryfirlit
150 km S af Ammassalik er 970mb lægð sem þokast NA. Við S-hluta Írlands er 1040 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 15-25 m/s í dag, hvassast norðvestantil á landinu. Úrkomulítið á Austurlandi, annars éljagangur og hiti um eða yfir frostmarki. Suðvestan og vestan 15-23 og áfram él á morgun, víða vægt frost. Lægir talsvert síðdegis og um kvöldið, fyrst vestanlands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 13-20 m/s og él, hiti um eða yfir frostmarki. Fer að lægja síðdegis á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, snjókoma víða og hiti um frostmark. Rigning S-til á landinu síðdegis og hlýnar þar.
Á laugardag:
Vestlæg átt 5-13 m/s og úrkomulítið, en snjókoma í fyrstu A-lands. Frost 0 til 7 stig. Bætir í vind um kvöldið og byrjar að snjóa V-til.
Á sunnudag:
Vaxandi suðvestanátt með hlýnandi veðri og rigningu víða, en úrkomulítið A-lands.
Á mánudag:
Stíf suðlæg átt, rigning með köflum og milt veður, en úrkomulítið N- og A-lands.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi vestlæga átt og rigningu, en síðan snjókomu V-lands og kólnar í veðri.