-0.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. janúar, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.35 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Í aðdragandanum  var annarri bifreiðinni ekið norður Kringlumýrarbraut, en hinni suður Kringlumýrarbraut og hugðist ökumaður seinni bifreiðarinnar taka vinstri beygju og aka Suðurlandsbraut til austurs þegar árekstur varð.

             Frá vettvangi á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Engjavegar

Varin vinstri beygja er í umferðarstýringu umferðarljósanna, en samkvæmt vitni ók síðarnefndi ökumaðurinn gegn rauðu ljósi á gatnamótunum. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Fimmtudaginn 5. janúar kl. 18.14 var bifreið ekið inn í snjóskafl í Heiðargerði í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem virtist undir áhrifum lyfja, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 6. janúar. Kl. 18.32 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hamrabergs í Hafnarfirði. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið austur Reykjanesbraut, en hinni norður Hamraberg og inn á gatnamótin áleiðis austur Reykjanesbraut þegar árekstur varð. Biðskylda er á Hamraberg gagnvart umferð um Reykjanesbraut. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.19 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Engjavegar. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið suður Engjaveg og inn á gatnamótin, en hinni var ekið norður Grensásveg og hugðist ökumaður hennar beygja vestur Suðurlandsbraut þegar árekstur varð. Umferðarljós stýra umferð um gatnamótin og ekki er varin vinstri beygja í umferðarstýringunni.  Grænt ljós var fyrir báðar akstursstefnur norður/suður Grensásveg og Engjaveg þegar árekstur varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 7. janúar kl. 18.53 var bifreið ekið norður Holtaveg í Reykjavík, að Kleppsvegi, þegar ökumaður missti stjórn á henni og ók upp á snjóruðning. Í aðdragandanum er talið að ökumaðurinn hafi fengið flogakast, en hann var fluttur á slysadeild.