• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

ritstjorn by ritstjorn
12. janúar 2023
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. janúar, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.35 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Í aðdragandanum  var annarri bifreiðinni ekið norður Kringlumýrarbraut, en hinni suður Kringlumýrarbraut og hugðist ökumaður seinni bifreiðarinnar taka vinstri beygju og aka Suðurlandsbraut til austurs þegar árekstur varð.

             Frá vettvangi á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Engjavegar

Varin vinstri beygja er í umferðarstýringu umferðarljósanna, en samkvæmt vitni ók síðarnefndi ökumaðurinn gegn rauðu ljósi á gatnamótunum. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Fimmtudaginn 5. janúar kl. 18.14 var bifreið ekið inn í snjóskafl í Heiðargerði í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem virtist undir áhrifum lyfja, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 6. janúar. Kl. 18.32 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hamrabergs í Hafnarfirði. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið austur Reykjanesbraut, en hinni norður Hamraberg og inn á gatnamótin áleiðis austur Reykjanesbraut þegar árekstur varð. Biðskylda er á Hamraberg gagnvart umferð um Reykjanesbraut. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 21.19 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Grensásvegar og Engjavegar. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið suður Engjaveg og inn á gatnamótin, en hinni var ekið norður Grensásveg og hugðist ökumaður hennar beygja vestur Suðurlandsbraut þegar árekstur varð. Umferðarljós stýra umferð um gatnamótin og ekki er varin vinstri beygja í umferðarstýringunni.  Grænt ljós var fyrir báðar akstursstefnur norður/suður Grensásveg og Engjaveg þegar árekstur varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 7. janúar kl. 18.53 var bifreið ekið norður Holtaveg í Reykjavík, að Kleppsvegi, þegar ökumaður missti stjórn á henni og ók upp á snjóruðning. Í aðdragandanum er talið að ökumaðurinn hafi fengið flogakast, en hann var fluttur á slysadeild.

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?