Karlmaður á þrítugsaldri með COVID-19 lést á gjörgæslu í gær samkvæmt tilkynningu Landspítala.
32 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.
8.188 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.579 börn.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 248.
Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is
Umræða