Þjóðvegur 1 er ennþá lokaður á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal annars vegar og milli Gígjuhvíslar og Jökulsárlóns. Verið er að kanna aðstæður þar núna og Vegagerðin mun hugsanlega opna veginn fyrir hádegið. Veginum var lokað vegna veðurs í gærkvöld en stormur var undir Eyjafjöllum og Öræfum í gærkvöld og nótt.
Fjarðarheiði er einnig lokuð vegna þess að vöruflutningabíll þverar veginn en hann fór út af vegna veðurs í nótt. Flutningabíllinn verður sóttur um leið og veður leyfir.
Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð vegna veðurs.
Upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar og í upplýsingasímanum 1777. Vegfarendur eru hvattir til þess að kynna sér færð á vegum áður en haldið er á þjóðvegina.
Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru einnig lokuð vegna veðurs.
Upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar og í upplýsingasímanum 1777. Vegfarendur eru hvattir til þess að kynna sér færð á vegum áður en haldið er á þjóðvegina.
Umræða