Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður áframhaldandi norðlæg átt á landinu, víða 5-13 m/s en að 15 m/s suðaustantil. Éljagangur á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað. Ennþá liggur kalt loft yfir landinu og frost á bilinu 6 til 22 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Spáin var gerð: 12.03.2023 06:41 og gildir til: 13.03.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 5-15 m/s, hvassast suðaustantil. Él á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað. Frost 6 til 22 stig, kaldast inn til landsins norðaustantil.Norðan 8-13 á morgun, en norðvestan 15-20 m/s á Austfjörðum og við Vatnajökul. Él á norðurhelming landsins en annars bjart. Frost 2 til 14 stig. Spá gerð: 12.03.2023 09:01. Gildir til: 14.03.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast með austurströndinni. Él á norðurhelming landsins, en bjartviðri syðra. Frost 4 til 12 stig
Á miðvikudag:
Norðaustan 5-10 en norðvestan 8-13 og snjókoma norðaustantil. Annars bjartviðri víðast hvar. Talsvert frost um land allt.
Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt en 5-13 suðaustantil. Skýjað austanlands en annars bjart að mestu. Áfram kalt í veðri.
Á föstudag:
Hægviðri og skýjað með köflum. Frostlaust með suðurströndinni en annars talsvert frost.
Á laugardag:
Suðlæg átt, 3-10 m/s. Dálítil úrkoma sunnan- og vestanlands en annars bjart. Hiti kringum frostmark vestan- og sunnanlands en annars vægt frost.
Spá gerð: 12.03.2023 09:09. Gildir til: 19.03.2023 12:00.