Komnir með 110 tonn á einum mánuði
Það eru ekki margir netabátar gerðir út frá Austfjörðum ef Hornafjörður er undanskilin, þeir eru má segja aðeins tveir og báðir eru smábátar. Annar þeirra er á Fáskrúðsfirði og heitir Litlitindur SU og hinn er á Djúpavogi og heitir Tjálfi SU. Aflafréttir.is greindu frá.
25 ár á djúpavogi
Tjálfi SU er búinn að vera lengi gerður út frá Djúpavogi því að Hilmar Jónsson keypti bátinn til Djúpavogs árið 1994 og hefur því báturinn verið gerður út þaðan núna í 25 ár. Hilmar rær á bátnum ásamt syni sínum honum Jón Ingvari Hilmarssyni,
Minnsti dragnótabáturinn
Tjálfi SU er nokkuð sérstakur bátur því þegar hann er ekki á netum þá rær hann á dragnót og er þar með minnist dragnótabáturinn á íslandi,
Komnir yfir 100 tonn á einum mánuði
Báturinn er búinn að vera á netum núna síðan um miðjan mars og má segja að báturinn hafi mokveitt. því síðan báturinn byrjaði á netunum þá hefur hann landað alls 110 tonnum í 28 róðrum eða 3,9 tonn í róðri,
.
Tvílandað ansi oft
það er kanski merkilegast við þetta er að í 7 skipti þá hefur báturinn landað tvisvar á dag, því ekki hefur verið pláss í bátnum fyrir meiri afla, á þessum 7 dögum þá hefur Tjálfi SU landað 62,2 tonnum eða 8,9 tonn á dag.
.
Stærsta löndunin hjá Tjálfa SU í einu er 9,1 tonn og var það hluti afla og þurfti báturinn að fara aftur út tvisvar núna þessu tímabili þá hefur aflinn komist yfir 10 tonn á einum degi,
Tveir á bátnum og mikil aflaverðmæti
Jón Ingvar sagði í samtali við Aflafrettir að þeir séu búnir að vera með netin inn í Berufirðinum og stímið á miðin sé ekki langt, aðeins um 10 mínunta sigling. Þeir hafa að mestu verið með fimm trossur og eru sjö net í hverri trossu, og hafa þeir þurft að skilja eina til tvær trossur eftir í sjó farið í land og út aftur til þess að klára að draga netin,
Allur aflinn af Tjálfa SU fer á markað og miðað við meðalverð á markaði núna þá er aflaverðmætið hjá Tjálfa SU núna á einum mánuði komið í um 32 milljónir króna og aðeins tveir menn á bátnum,
Umræða