Áhættumatsdeild fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur sent borgarstjóra kynningu á mögulegum áhrifum af gjaldþroti WOW Air á rekstur Reykjavíkurborgar
Óvissa í efnahagsmálum hefur verið mikil um nokkurt skeið vegna væntinga um samdrátt í ferðaþjónustu og kostnaðarsama kjarasamninga.
Nýlegar fréttir af gjaldþroti WOW air gera það að verkum að horfur í efnahagsmálum og rekstrarumhverfi Reykjavíkurborgar hafa versnað. Hins vegarhefur dregið úr óvissu og væntingum um miklar launahækkanir vegna Lífskjarasamninganna 2019-2023 milli SA og stéttarfélaga sem undirritaðir voru 3. apríl sl.
Í þessu minnisblaði er skoðuð sviðsmynd af efnahagslegum áhrifum falls WOW air og áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar. Í haust vann starfshópur1 á vegum stjórnvalda sviðsmynd um möguleg áhrif af falli WOW Air og nýlega hafa ráðgjafafyrirtækið Reykjavik Economics2 og Arion banki3 unnið sambærilega greiningu.
Að auki hefur matsfyrirtækið Moody‘s sent frá sér minnisblað um sama efni4 en þeirra greining er heldur bjartari en innlendu greiningaraðilanna. Forsendur sviðsmyndarinnar taka tillit til mats þessara aðila á efnahagslegum áhrifum af falli WOW Air sem birst hefur í fjölmiðlum. Í sviðsmyndinni er miðað við eins konar versta mögulega tilvik greininganna og metin eru afleidd áhrif á
rekstur Reykjavíkurborgar yfir 5 ára áætlunartímabilið 2019-2023.
FJÁRHAGSÁÆTLUN OG NÆMNI FYRIR BREYTINGUM Á FORSENDUM
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er háð fjölmörgum forsendum um þróun ýmissa ytri þátta sem byggjast í meginatriðum á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Ákveðnir þættir í rekstri og sjóðstreymi eru næmari en aðrir fyrir frávikum í þessum forsendum en taflan hér að neðan sýnir næmni helstu þátta fyrir 1%-stigs hækkun frá grunnforsendum áætlunarinnar. Formerki táknar áhrif á rekstur eða sjóðstreymi og fjárhæðir eru í m.kr. Metin er næmni fyrir jákvæðu fráviki frá forsendum en formerkin snúast við ef frávikið er neikvætt.
22_minnisblad_-_moguleg_ahrif_af_gjaldthroti_wow_air_a_rekstur_reykjavikurborgar
https://www.fti.is/2019/04/10/hvad-gerdi-rikisstjornin-vegna-gjaldthrots-wow-air/