Tannlækningar á 70 prósent lægra verði
Tannlæknastofur í austur evrópu hafa verið öflugar í að bjóða íslendingum upp á tannlækningar, það er greinilegt miðað við framsetninguna að þar vinnur markaðsfólk fyrir stofurnar.
Því að allra smáatriða er gætt og fólk er m.a. látið vita af ódýrum flugfargjöldum með t.d. flugfélaginu Wizzair og alls er gætt, sem að máli skiptir og rúmlega það.
Ein stofan í Póllandi auglýsir með fyrirsögn að verðið sé 70% lægra á tannlæknakostnaði þar miðið við sambærilegar viðgerðir á Íslandi.
Margir viðskiptavinir hafa staðfest þetta og hafa bent á að þeir hafi sparað frá nokkrum hundruðum þúsunda og upp í stærri fjárhæðir. Í einu tilfellinu hafði viðskiptavinur sparað sér hálfa milljón og í öðru tilfelli, hátt í tvær milljónir.
Önnur stofa sem er í Búdapest segir að verðmunurinn sé 50-70%. Sú tannlæknastofan sérhæfir sig í tannplöntum, postulínskrónum, brúm, uppbyggingu á kjálkabeini, kinnholulyftingum, tannholdsaðgerðum og tölvusneiðmyndum af tönnum og munnholi.
Ein stofan bendir sínum viðskiptavinum á að það kosti aðeins rétt rúmar 15.000 krónur fram og til baka til Póllands á ákveðnum dögum með ákveðnu flugfélagi frá Íslandi.
Fólk er sótt á völlinn, Því ekið á hótel sem að tannlæknastofan hefur gert sérstakan afsláttarsaming við fyrir íslenska viðskiptavini.
Viðskiptavinir tannlæknastofunnar fá svo frían akstur til og frá tannlæknastofunni á meðan að á tannlækningum stendur, hvort sem um er að ræða eina viku eða fleiri.
Sami bílstjórinn sér um aksturinn allan tíman og er sagður vera einstaklega lipur og þægilegur og að hann sé orðinn frægur meðal íslendinga fyrir frábæra þjónustu við landann. Tannlæknastofurnar standa einnig fyrir hópferðum.
Tannlæknastofan býður út að borða og einnig fría andlitsmeðferð á snyrtistofu
Ein tannlæknastofa í Póllandi býður svo viðskiptavinum sínum út að borða.
,,Tannlæknastofan vill gera ferðina sem ánægjulegasta fyrir viðskiptavini sína og ætlar að bjóða hópnum út að borða á veitingastaðinn Goldwasser þar sem meistarakokkar elda fyrir okkur ekta pólskan mat.
Einnig fá allir sem velja að fara í hópferðina fría andlitsmeðferð á snyrtistofunni sem er í sama húsnæði og tannlæknastofan en þar er einnig boðið upp á nudd og aðra þjónustu.“
Það er orðið algengt á meðal íslendinga að þeir taki sér frí í eina til þrjár, fjórar vikur og noti tímann til þess að fara til tannlæknis á meðan á dvölinni stendur.
,, Ég fæ fría utanlandsferð, hótel og uppihald í þrjár vikur og á hellings afgang, miðað við það sem að ég sparaði á að fara til tannlæknis hér úti, miðað við það verðtilboð sem ég fékk frá íslenskum tannlækni. Ég mun aldrei, það sem ég á eftir ólifað, versla við íslenskar tannlæknastofur.“ Sagði einn viðmælandi okkar.