Norska þingið hefur óskað eftir því að lögreglan þar í landi rannsaki meintan fjárdrátt þingkonunnar Hege Haukeland Liadal. Jonas Gahr Støre, formaður flokksins segir að hann hafi fullan skilning á að málið hafi verið afhent lögreglu til rannsóknar þar sem að það sé graf alvarlegt.
Aftenposten greinir frá málinu og segir að að hún hafi krafist tæplega tvö hundruð þúsund íslenskum krónum meira í ferðakostnað en réttlætanlegt var en þingkonan gat ekki gert grein fyrir 3.806 kílómetrum sem hún sagðist hafa ekið í þágu þingsins.
Haukeland Liadal hefur sagt af sér bæði hvað varðar þingstörf og önnur trúnaðarstörf vegna rannsóknar á málinu.
Umræða