Starfsmannafundur hjá starfsfólki Eflingar var haldinn klukkan 8.15 í morgun en fyrst var greint frá fundinum á vef RÚV í morgun.
Í gær var greint frá því að Sólveig Anna Jónsdóttir sem hefur tekið við aftur sem formaður Eflingar, nú um helgina, hafi lagt það fyrir stjórn að öllu starfsfólki yrði sagt upp og að það hefði verið samþykkt af meirihluta stjórnar. Hluti starfsmannanna er með aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest, aðrir þriggja mánaða og stjórnendur sex mánaða.
Discussion about this post