Hugleiðingar veðurfræðings
Austlæg átt, allhvöss eða hvöss og dálítil rigning eða slydda syðst, en annars mun hægari og smál él eystra, en annars bjart með köflum. Fremur hlýtt á sunnanverðu landinu, en kringum frostmark norðan til. Væta með köflum á sunnanverðu landinu á morgun, en annars þurrt og hlýnar heldur. Suðaustanstrekkingur og rigning með köflum á miðvikudag, en þurrt norðaustan til og fremur hlýtt í veðri.
Veðuryfirlit
600 km SV af Írlandi er kyrrstæð 991 mb lægð, sem grynnist heldur en yfir Grænlandi er kyrrstæð 1030 mb hæð. Um 1000 km S af Hvarfi er 977mb lægð Skammt A af Nýfundnalandi er vaxandi 973 mb lægð, sem þokast ANA.
Veðurhorfur á landinu
Austan- og norðaustan 5-13 m/s og 13-18 syðst. Lítilsháttar rigning við suðurströndina og stöku él norðaustan og austantil annars víða bjartviðri. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Hiti 0 til 10 stig yfir daginn, mildast suðvestanlands. Dálítil rigning með köflum sunnanlands á morgun, en þurrt fyrir norðan og hlýnar heldur.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-10 m/s, bjart með köflum og hiti 3 til 8 stig, en lítilsháttar væta seint á morgun og hlýnar dálítið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning, talsverð á Suðausturlandi en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á föstudag:
Sunnan 8-15 m/s og rigningu í fyrstu. Skúrir vestantil eftir hádegi en styttir upp austanlands. Áfram úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað með köflum á Norður og Austurlandi en skúrir eða rigning sunnan og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi og hiti 3 til 9 stig, en líkur á vægu næturfrosti.
Á mánudag:
Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Dálítil væta við austurströndina, skýjað um landið norðanvert en bjart með köflum syðra. Fremur svalt í veðri en hiti að 9 stigum syðst.
Discussion about this post