Tveir karlmenn brutust inn í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði og báru þaðan út verðmæti fjölskyldunnar. Samkvæmt myndbandi sem sýnir mennina, þá eru þeir hinir rólegustu við iðju sína og mætti ætla að þarna séu vanir menn á ferð.
Húseigandinn birti myndbandið á netinu og óskar eftir því að almenningur upplýsi lögreglu um innbrotsþjófana, ef einhver kannast við mennina sem á myndbandinu eru. ,,Ef eitthver kannast við þessa, þá vinsamlegast hafið samband við Lögregluna í síma 4441000. abending@lrh.is – Endilega deilið takk…..“
https://www.facebook.com/saemundur.johannsson/posts/10167619340795343
https://www.facebook.com/saemundur.johannsson/posts/10167619340795343
https://gamli.frettatiminn.is/23/03/2023/ath-stolinn-bill-a-karsnesi-kia-ceed-2013-bilnumer-tez31/
Umræða