Hugleiðingar veðurfræðings
Norðanáttin fer að ganga niður í nótt og það styttir upp. Á morgun er útlit fyrir bjart og kalt veður á landinu, en dálítil él suðaustantil.
Annað kvöld nálgast lægð úr vestri og þá eru líkur á éljum vestast á landinu. Austlæg átt 5-13 m/s á sunnudag og slydda eða snjókoma með köflum, jafnvel rigning við suðurströndina en að mestu þurrt á Norðurlandi. Það er því ráðlegt að fylgjast með fréttum af færð og veðri ef fólk hyggur á ferðalög. Spá gerð: 12.04.2024 15:54. Gildir til: 13.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt suðvestanlands.
Lægir í nótt og á morgun og léttir víða til, en lítilsháttar él á Suðausturlandi. Frost 0 til 7 stig, en hiti kringum frostmark sunnanlands. Vaxandi sunnanátt vestantil annað kvöld og þykknar upp.
Spá gerð: 12.04.2024 22:14. Gildir til: 14.04.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt, víða 5-13 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en lengst af úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki að deginum. Gengur í norðaustan 13-18 á norðvestanverðu landinu undir kvöld.
Á mánudag:
Norðlæg átt 5-15, hvassast vestantil. Víða él og frost 0 til 7 stig.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt, bjart með köflum og fremur svalt. Vaxandi sunnanátt á vestanverðu landinu síðdegis og þykknar upp með snjókomu eða slyddu.
Á miðvikudag:
Vestan- og norðvestanátt og dálitlar skúrir eða él. Hiti 0 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Breytileg átt og skúrir, en kólnar norðanlands með dálítilli snjókomu.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en yfirleitt þurrt um landið norðanvert.
Spá gerð: 12.04.2024 20:53. Gildir til: 19.04.2024 12:00.