Lögregla skaut árásarmann í París áðan
Einn var stunginn til bana og fjórir særðust, þar af tveir mjög alvarlega, þegar maður vopnaðir hnífi réðst á fólk um klukkam 20.00 í kvöld miðborg Parísar.
Lögreglan skaut árásarmanninn til bana, en lögreglan segist ekki vita hvers vegna árásains var gerð af manninum. Ekki hefur verið nefnt að um hryðjuverkamann sé um að ræða og kennsl hafa ekki verið borin á árásarmanninn.
https://www.youtube.com/watch?v=rrldKdsxPRo
Mikið var af fólki á svæðinu en árásin átti sér stað nærri óperuhúsinu í miðborginni og þar er mikið af veitingastöðum. Fólk flúði og leitaði skjóls og mikil hræðsla greip um sig á meðal fólks sem að vissi ekki hvað var að gerast.
Lögreglan reyndi að yfirbuga manninn með rafstuði en þegar að það gekk ekki, var hann skotinn tveimur skotum sem að leiddu hann til dauða. Áður hafði hann hrópað að lögreglunni ,, drepið mig eða ég drep ykkur.“