Maður með riffili var handtekinn í Nauthólsvík fyrir helgi
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út snemma á föstudag og var maður með riffil handtekinn í Nauthólsvík. Skot voru tilbúin til notkunar í rifflinum og auk þess hafði maðurinn tugi skota í fórum sínum. Eftir handtökuna, reyndist ekki unnt að yfirheyra manninn vegna ölvunar.
Segist hafa fundið vopnið
Maðurinn sem var handtekinn á göngu um Nauthólsvík vopnaður riffli, segist hafa fundið vopnið á förnum vegi og ekki ætlað sér að beita því. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlöregluþjóns, í viðtali við rúv.is, hefur maðurinn verið yfirheyrður og málið er enn í rannsókn. Lögreglan leitar að eiganda riffilsins en hann er staddur erlendis eins og er en ekkert bendir til þess að maðurinn og eigandi skotvopnsins þekkist.