• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Mánudagur, 5. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Flugfreyjufélag Íslands verst því að vegið sé að kjörum og réttindum

ritstjorn by ritstjorn
12. maí 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Flugfreyjufélagið hefur sýnt ríkan samningsvilja en grundvallarréttindum verður ekki fórnað á einu bretti

Frá því kórónuveiran lamaði allt flug í mars hefur Flugfreyjufélag Íslands leitað allra leiða til að koma til móts við Icelandair til að hjálpa fyrirtækinu í vandræðum þess. Flugfreyjur/-þjónar hafa verið án kjarasamnings í eitt og hálft ár, og því ekki notið neinna kjarabóta ólíkt flestum á vinnumarkaði, en engu að síður hefur Flugfreyjufélagið boðið Icelandair tilslakanir á kjarasamningi félagsmanna meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir.

Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf

Þegar um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélagið fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar.
Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf. Meðallaun félagsmanna með áratuga starfsreynslu eru talsvert undir meðallaunum í landinu. Icelandair stillir nú stéttarfélögum upp við vegg og reynir að gera þau ábyrg fyrir stöðunni og þeirri áskorun að skapa fyrirtækinu rekstrargrundvöll til framtíðar með því að umturna gildandi kjarasamningi og samþykkja mikla kjaraskerðingu til framtíðar.
Flugfreyjufélagið hefur ekki verið tilbúið að fórna á einu bretti grundvallarréttindum í kjarasamningi, sem tekið hefur áratugi að berjast fyrir, vegna þeirrar tímabundnu stöðu sem uppi er.
Þekkt er að á krepputímum sé vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks. Gegn slíku mun Flugfreyjufélag Íslands standa.

Icelandair: ,,Sama stjórn og stjórnendur sem ráku félagið með bullandi tapi á mesta góðæristíma flugsögunnar“

https://gamli.frettatiminn.is/icelandair-sama-stjorn-og-stjornendur-sem-raku-felagid-med-bullandi-tapi-a-mesta-godaeristima-flugsogunnar/
 
 

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vann 78 milljónir í Lottóinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ragnar Þór boðar til mótmæla – ,,Rísum upp gegn óréttlætinu!“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?